Nafnið Laxabakki segir sína sögu.

Gott er og þarft að bærinn Laxabakki við Sogið verði friðlýstur og varðveittur. Gildi hans er margþætt.  

Vert er að nafnið Ósvaldur Knudsen sé í minnum haft vegna einstæðs brautryðjendastarfs hans við gerð heimildakvikmynda um íslenska náttúru og þjóðlíf. 

Þegar síðuhafi fór á flugvél sinni á vegum sjónvarpsins 1972 til að fylgjast með síðasta Skeiðarárhlaupinu áður en brú kæmi yfir Skeiðará og hringvegurinn yrði opnaður 1974, var ekki annað en hægt að dást að einstæðri elju og eldmóði hans, þar sem hann barðist þar áfram einn við að ná myndum af ánni og bera búnað sinn við erfiðar aðstæður. 

Þar sá ég honum bregða fyrir sem snöggvast nálægt ánni og það var ógleymanleg sjón, en að öðru leyti lágu leiðir okkar saman. 

Flugvélinni var hægt að lenda beggja vegna árinnar og nota hana til að taka loftmyndir af ánni, Skeiðarárjökli og Grímsvötnum, svo að aðstæður okkar voru eins ólíkar og að aldir skildu á milli. 

Ósvaldur skildi gildi tónlistar fyrir kvikmyndagerð og ef mynd hans, "Sveitin milli sanda," hefði ekki verið gerð, hefði þetta eitthvert besta titillag íslenskrar kvikmyndagerðar, aldrei verið gert. 

Bæjarhúsin að Laxabakka eru dásamlegt minnismerki um horfna tíð, sem bera manninum, sem hannaði það og reisti fagurt vitni. 

Þar að auki er nafnið Laxabakki táknrænt fyrir horfna tíð, sem líklega kemur aldrei aftur. 

Fyrir daga Sogsvirkjananna var Sogið nefnilega rómað fyrir hinn magnaða laxastofn sinn og tilheyrandi laxveiði. 

Það var keppikefli laxveiðimanna að veiða hinn rómaða stórlax og margir af helstu fyrirmennum landsins áttu sumarbústaði upp með Soginu. 

Kannski var það vegna þessa, að til varð sú orðanotkun að kalla þá stórlaxa, til dæmis með því að segja um einhvern þeirra að "hann væri einn af stórlöxunum í Reykjavík." 

Auk laxastofnsins minnkaði mýið mikið við ána, og söknuðu fáir þess. 

Sogsvirkjanirnar þrjár á árunumm 1937 - 1960 voru meðal merkustu og þýðingarmestu mannvirkja sinnar tíðar, vegna þess að þær voru óhjákvæmilegar ef þjóðin ætlaði að verða í hópi nútímaþjóða hvað varðaði nauðsynlegustu innviði. 

Um annað var hreinlega ekki að ræða. Á árum samdráttar og kreppu eftir stríðið voru þrjú stór mannvirki hornsteinninn í uppbyggingunni, Steingrímsstöð, Sementsverksmiðjan á Akranesi og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. 

Marshallaðstoðin svonefnda átti mikinn þátt í því að hægt væri að fara í þessar framkvæmdir og þoka þjóðfélaginu í átt framfara. 

Sú sókn hélt áfram, og tölurnar um orkuframleiðslu landsins segja sína sögu. 

Sogsvirkjanirnar þrjár afkasta samtals um 100 megavöttum, en nú er landsframleiðslan meira en tuttugu sinnum meiri og áform uppi um virkjanir upp á um að minnsta kosti 50 sinnum meira afl en nú er framleitt, svo að heildarframleiðslan verði minnst 70 sinnum meiri en virkjanirnar í Soginu gefa af sér.  

 


mbl.is Laxabakki friðlýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um Hong Kong flensuna 1968? Jú, milljón dó á heimsvísu.

Ef heitið "Hong Kong inflúensa" er nefnt, kannast sennilega flestir, sem þá voru á lífi og eru það enn við heitið, en samt er eins og þessi veiki sé að mestu gleymd. 

Þá liggur beinast við að leita sér upplýsinga, og við það kemur margt athyglisvert í ljós. 

Og dánartalan er sláandi; um milljón manns á heimsvísu, samanlagt í fyrri bylgjunni og seinni bylgjunni, sem kom ýmist ári seinna eða tveimur árum seinna. 

60 þúsund létust alls í Þýskalandi, Vestur-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi samanlagt. 

100 þúsund létust alls í Bandaríkjunumm, enda var þetta á tímum fjöldasamkoma á borð við Woodstock og Víetnam mótmæla. 

Hugsanlega voru dánartölur mun hærri, því að á tímum þessara faraldra var ekkert gert af því sem núna er helst gert til að hamla útbreiðslu veikinnar. 

Hún fór fyrst af stað af alvöru snemmsumars 1968 og var komin um alla Evrópu í árslok. 

Í nokkrum löndum olli mikil útbreiðsla röskun á þjóðlífi og þjónustu, svo sem í einu landinu, þar sem helmingur starfsfólks í póstþjónustunni veiktist. 

Hvað var öðruvísi 1968, fyrir um hálfri öld?

Geysimargt. 

Flugsamgöngur og fjöldi flugfarþega var aðeins brot af því sem varð hálfri öld seinna. 

Sólarlandaferðir voru á byrjunarreit hjá okkur Íslendingum og fjölmennar vetrarferðir og skíðaferðir óþekktar, hvað þá fjölmennar alþjóðlegar ráðstefnur og listviðburðir hér á landi. 

Fyrstu Boeing 747 vélarnar voru ekki komnar fram og Boeing 737 var í fæðingu.

Engar Airbus þotur voru í boði.

Samgöngur til og frá Kína nánast engar, enda Kína fátækt land.

Íbúar heims voru helmingi færri en nú; Bandaríkjamenn 200 milljónir í stað 330. 100 þúsund dauðsföll þá samsvöruðu 150 þúsund núna. 

Þá, eins og nú, var gamalt fólk í áhættuhópi. 

Það komu "seinni bylgjur", en á mismunandi tímum eftir löndum og ekki alls staðar. 

Hong Kong flensan var þó langt frá því jafnoki spönsku veikinnar, sem drap fólk í tugmilljóna tali 1918, enda sóttvarnir engar.  

 

'

'

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

f


mbl.is Íslendingur sendi tæplega 200 í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband