Arfbundin þróun í hundruð þúsunda ára. "Hlauparaveikin."

Sífellt koma fram fleiri og fleiri niðurstöður í heilsufarslegum rannsóknum, sem sýna, að því nær sem maðurinn kemst því að lifa við svipuð kjör og þúsundir kynslóða manna og þar á undan apa, því betri er hann til heilsunnnar á alla lund. 

Lítið dæmi af ótal mörgum: 

Til er veiki, sem hefur í munni sumra hlotið viðurnefnið "hlauparaveikin."

Síðuhafi heyrði þetta heiti fyrst þegar eins konar ígerðarbólga í iljum hans fór að valda miklum eymslum og sársauka. 

Það furðulega kom í ljós að engin merki sáust um flísar eða aðskotahluti né heldur ígerð, heldur var um að ræða svonefnt "tábergssig." 

Stanslaus hlaup á hörðu undirlagi áratugum saman höfðu valdið því að beinin í og við ilina höfðu smám saman sigið og étið sig niður í þófann undir þeim. 

Með öðrum orðum, í hundruð þúsunda ára þróun apa og síðar manna höfðu fæturnir þróast í þá veru að þola vel göngur og hlaup í ósléttu umhverfi mestan part. Þeir voru ekki skapaðir til þess að berja og bjaga öll bein og brjósk í fótunum í hundruðum þúsunda harðra lendinga á malbiki. 

Læknismeðferð fólst í því að mæla fótinn upp hjá Össuri og búa til sérstakt innlegg undir ilina sem vann á móti þessu sigi og rétti beinabygginguna smám saman, svo að nú hefur engin sérstök innlegg þurft í mörg ár. 

Um svipað leyti ráðlagði læknir mér að hætta öllum hlaupum vegna þess að hnén væru uppslitin og það þyrfti að skipta um hnjáliði. Hann hvatti mig til að láta skipta um báða liðina. 

Farið var að þessum ráðum hvað varðaði að hætta hlaupunum en ekki farið í liðskiptaaðgerðir.

En það hefur ekki þurft að hreyfa við hnjánum í þau 15 ár sem síðan eru liðin. Læknirinn bannaði ekki að læðast hratt og hraðgöngur og hraðahlaup upp stiga í stað hlaupa með hörðum lendingum í öllum skrefum, auk hæfilegra hjólreiða, hafa styrkt sinar, vöðva og umhverfi hnjánna. Burt með allar hörðu lendingarnar! 

Faðir minn heitinn dó úr sýkingu eftir liðskipti í hné og nýlega dó skólafélagi minn úr M.R. úr sams konar sýkingu. 

Slíkar sýkingar eru að vísu fátíðar, en ef ekki er skipt um lið, og ítrasta lagni notuð til að halda slitnum hnjám í nothæfu standi, verður auðvitað engin sýking. 


mbl.is Þetta gerist þegar þú ferð meira út í náttúruna án raftækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gersamlega einstök.

Viktoría Bretadrottning þótti einstök á 19. öldinni þegar breska heimsveldið náði hringinn í kringum hnöttinn og sólin settist þar aldrei. 

En enda þótt þetta einstæða veldi sé löngu komið úr beinni stjórn frá London og nýlendurnar orðnar sjálfstæð ríki, er embættistíð Elisabetar annarrar orðin gersamlega einstök og dýrmæt, sem og öll framganga hennar; lýsandi fyrirmynd fyrir hina ört stækkandi elstu kynslóð jarðarbúa. 


mbl.is Elísabet Bretadrottning á fleygiferð á hestbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband