Svíþjóð: Dánartíðnin 18 sinnum hærri en hér á landi.

Fjölgun smitaðra af kórónaveirunni hér á landi vegna opnunar landamæra bendir til þess, að skimanir og sóttvarnarráðstafanir okkar séu brýn nauðsyn til þess að afstýra því að alvarlegar hópsýkingar berist hingað til lands frá löndum, þar sem veikin hefur fengið mun meiri útbreiðslu en hér. 

Nú er fjöldi látinna í Svíþjóð kominn yfir 5000, en það samsvarar 520 á hverja milljón íbúa. 

Hér á landi er talan 28 á hverja milljón, eða 18 sinnum lægri. 

Miðað við fólksfjölda væru 180 manns látnir hér, ef dánatíðnin væri eins há og hjá Svíum. 


mbl.is Yfir 5.000 látnir í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilhneigingin til að nota sjóði í annað en það sem þeim var ætlað.

Fyrir löngu er komin hefð á það hátterni þeirra, sem hafa yfir opinberum sjóðum og fjárveitingum að ráða, að nota þá til annars en þeir voru stofnaðir til og lofað var að nota þá til. 

Undir það gat heyrt að leita bestu leiða til að ávaxta lífeyrisféð. En nú virðist hætta á að frekar verði leitað leiðar til að fjármagna björgunaraðgerðir fyrir einkafyrirtæki. 

Þegar Ofanflóðasjóður svar stofnaður fögnuðu íbúar á flóðasvæðunum þeirri sjálfsögðu og þörfu fjárfestingu.  

En síðan liðu árin og æ stærri hluti af sjóðnum var notaður í allt annað. 

Það þurfti nýtt snjóflóð á Flateyri til að koma hreyfingu á það mál að hætta flutningum á milljörðum úr þessum sjóði til allt annarra verka. 

Í kjarasamningum í hálfa öld hafa málefni lífeyrissjóðanna verið ofarlega á baugi í stjórnmálum og kjaradeilum. 

Vöxtur og viðgangur sjóðanna hefur byggst á þeirri trú aðilanna að þeim, að þeir verði notaðir í einu skyni og engu öðru; að tryggja sæm skást kjör lífeyrisþega. Og hvað ávöxtun varðaði að leita alltaf öruggustu og tryggustu leiða,, 

En frá aldamótunum síðustu hafa stjórnmálamenn hamast við að skerða þessi kjör með ýmsum ráðum og í raun rænt stórum hluta lífeyrisins, sem launþegar og atvinnurekendur héldu að þeir væru að borga eingöngu til framfæris fyrir lífeyrisþega. 

Í Hruninu kom upp einbeittur vilji hjá ráðamönnum til þess að seilast í lífeyrissjóðina og nota þá til að borga allt annað en þeir voru ætlaðir til. 

Ef nú á að nota lífeyrissjóðina til að borga gjaldþrot og hugsanlegan taprekstur flugfélags, virðist vera vilji til að hinn gamli draugur verði enn vakinn upp. 

Sporin hræða nefnilega. 


mbl.is Sjóðirnir í myrkri með Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18 sentimetra landsig undanfari landrissins. Mismunandi útskýringar.

Mismunandi skýringar hafa fengist á því ástandi, sem ríkt hefur á þessu ári á virkjunarsvæðunum yst á Reykjanesskaga. Eldvörp syðrihl.horf til na

Fyrir nokkrum árum kom það fram í innanhússblaði hjá Landmælingum á Akranesi, að gps mælingar sýndu allt að 18 sentimetra landssig á virkjanasvæðum Reykjanesvirkjunar og Svartsengisvirkjunar vestan og norðan við Grindavík og á virkjanasvæðunum á Nesjavalla og Hellisheiðarvirkjunar. 

Þetta er ansi mikið landsig og sjór farinn að ganga á land í Staðarhverfi vestan við Grindavík. 

Lítið var gert úr þessu opinberlega þótt lang líklegasta skýringin væri oftaka gufuaflsorku úr jörðu, svonefnd ágeng orkuvinnsla, sem er annað heiti á rányrkju og orðtakinu "það eyðist sem af er tekið." 

Þetta er í samræmi við þá forsendu, sem gefin var við upphaf virkjananna, að það væri nóg að þær entust í 50 ár. 

Í grein í Morgunblaðinu töldu Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson að hægt væri að hafa orkuvinnslu fyrir gufuaflsvirkjanir sjálfbærar, ef farið væri svo varlega í nýtinguna, að tryggt væri að innrennsli viðhéldi hæð svæðisins og þar með jafnri orku. 

En langt virðist frá því að slíkt sé gert varðandi gufuaflsvirkjanir á Reykjanesskaga. 

Landssigið er einnig í samræmi við þær tölur, sem sýndu bæði fall á orku svæðisins og þrýstingsfall í borholum. 

Allt er það frekar neyðarlegt þegar þrátt fyrir þetta er jafnframt er staðfastlega auglýst að um endurnýjanlega orku sé að ræða og sjálfbæra þróun. 

Nú segja jarðfræðingar að um kvikuinnskot sé að ræða undir svæðinu suðvestur og suður af Svartsengi, og að þess vegna rísi landið. 

Ólafur Flóvenz hefur bent á að smáskjálftar fylgi oft niðurdælingu, sem beitt hefur verið, en það sýnist vera það eina, sem komið hefur fram um það, að ástandið geti að einhverju leyti verið af mannavöldum. 

Ef risið nú er orðið 12 sentimetrar vantar samt enn 6 sentimetra upp á að búið sé að vinna upp 18 sentimetra sigið, sem mælingar Landmælinga bentu til.  

 


mbl.is 2,9 stiga skjálfti fannst við Bláa lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband