Svipað fyrirbæri og í Suður-Evrópu?

Þegar atvinnuleysi varð sem mest í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, var það áberandi í ríkjum Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið, hve gríðarlega stór hluti hinna atvinnulausu voru ungt fólk. 

Í gegnum tölurnar skein líka sú hætta sem skapast þegar atvinnuleysi gengur frá einni kynslóð til annarrar, en þetta eykur líkurnar á því að erfitt sé að koma yngri kynslóðunum á réttan kjöl ef þær þekki ekkert annað en það umhverfi, sem hinir tekjulægri og atvinnulausu lifa í. 


mbl.is Ungt fólk er 40,4% allra atvinnulausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órói, deilur og átök eru oft fylgifiskar samdráttar.

Samdrætti fylgja oft órói, deilur og átök. Eitt stærsta dæmið eru afleiðinga kreppunnar miklu á fjörða áratug síðustu aldar. 

Íslenskt dæmi er ófriður Sturlungaaldar, sem meðal annars er talinn hafa stafað að hluta til af versnandi veðurfari og afleiðingum illrar meðferðar á gróðri landsins. 

Margt þykir benda til, að með meira en 8 prósent samdrætti þjóðarframleiðslunnar í kjölfar COVID-19 muni fylgja átakamikill vetur í kjaramálum, sem erfitt sé að sjá fyrir endann á.  


mbl.is Gæti stefnt í hörð átök hjá Norðuráli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband