"Þegar gripdeildirnar byrja, hefst skothríðin."

Átökin í Bandaríkjunum eru í meira lagi myndræn þessa dagana.  Ofangreind spádómsorð Bandaríkjaforseta hafa verið hent á lofti undanfarna daga og sömuleiðis þau hvatnimgarorð hans í ávarpi til landa sinna að borgararnir verði að nýta sér stjórnarskrárbundinn og nauðsynlega rétt til að grípa til vopna. 

Notkun "þungvopnaðs" Bandaríkjahers var einnig boðuð í þessu ávarpi.

Hvergi er að sjá að talað sé um annað í stefnumótandi ræðum en að vopnin verði að tala. 

Myndin af forsetanum uppstilltum með biblíu í hendi fyrir framan kirkju, eftir að varðsveit hans hafði rutt honum leið með táragasi og gúmmíkúluregni í gegnum hóp friðsamlegra mótmælenda minnir á styttuna á Stiklastað í Noregi af Ólafi helga Noregskonungi á prjónandi hesti með sverðið í annnarri hendi og biblíuna í hinni. 

 


mbl.is Fleiri en áttatíu skotnir í Chicago
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband