Ótrúlegar niðurstöður á efnagreiningu á eldhúsrúllum.

Fyrir nokkrum dögum mátti sjá magnaðar niðurstöður rannsókna á efnainnihaldi í eldhúsrúllum. 

Þær sýnast svo sem ósköp sakleysislegar afurðir úr pappír, en annað kom í ljós: Eftir sat viðbjóðsleg plastslepja. 

Í þessari umfjöllun var gengið inn í verslun þar sem afurðir frá Johnson and Johnson voru yfirgnæfandi, en við sams konar könnun kom í ljós, að þetta var að mestu leyti plast og aftur plast.  

Það opnar enginn nútímamaður augun á morgnana eða hvar sem er, nema við honum blasi hlutir, sem að meira eða minna leyti eru úr plasti eða að plast er mikilvægur og stór hluti af hlutum, sem sýnast vera úr öðru efni. 

Í heiminum er um einn milljarður bíla, og að innan eru þeir meira eða minna úr hlutum og klæðningum úr plasti. 

Þegar bílablaðamenn erlendir dæma gæði bíla, finnst þeim það billegt ef dýrir bílar eru mikið plastklæddir að innan, og nota orðið "ódýrt" í niðrandi merkingu um það notkun þess. Hitta með því naglann á höfuðið, því að hið yfirgengilega veldi plastsins, einhvers mesta umhverfisvágests nútímans, byggist á því hve það er ódýrt, auðfengið og auðvelt að búa til hina margvíslegust hluti úr því. 

Minnsti og ódýrasti rafbíll landsins, Tazzari, er að mestu leyti úr léttum efnum, þar á meðal plasti, sem "skelin" og ytra byrðið er úr. Með því að hafa bílinn að stórum hluta úr plasti má ná þeim árangri að bíllinn sé meira en helmingi léttari en aðrir rafbílar, og það þýðir, að þarf ekki að hafa eins mikið magn af eðlisþungum rafhlöðum og ella væri. 

Framleiðandinn fullyrðir, að þetta plast sé endurvinnanlegt, og verður vonandi hægt að treysta því þegar að því kemur að hann renni sitt skeið. 

Einn kost hefur plastið, sem kom sér tvívegis vel, að það fjaðrar við högg og kemst í sama horf á ný. 

Á þessum bíl er full stutt bil á milli rafmagnspadalans og bremsupedalans, þannig að ef stigið er örlítið skakkt á bremsuna, getur ysti jarki fótarins lent samtímis á ystu brún inngjafarinnar. 

Ef þetta gerist, bregst rafbíll afar harkalega við og rykkist áfram. Eðlilegt viðbragð er þá að stíga fast á bremsuna, en við það er líka stigið fast á inngjöfina svo að bíllinn tekur enn harkalegra viðbragð. 

Þetta hefur tvisvar komið fyrir, og í bæði skiptin hlaust árekstur af við næsta bíl. 

En hið merkilega gerðist, að í hvorugt skiptið sást neitt á ákomustöðunum á bílunum. 

Plastið fjaðraði einfaldlega svo vel og fór nokkurn veginn í sama horf, að tjón varð ekkert. 

Um daginn var sagt frá því að ákveðnir bílar af Tesla gerð hefðu verið innkallaðir vegna líkra atvika. 

Ekki hefur frést nánar af því, en hugsanlega hefur það dugað að mjókka aðeins pedalann á rafgjöfinni. 


mbl.is „Þörf áminning“ um blautþurrkurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað, ef veiran hefði komið 2014?

Ólafur Laufdal veit lengra nefi sínu og margt af því sem hann segir í viðtali á mbl.is ber þess merki, að þar mælir maður af mikilli og djúpri reynslu. 

Tjónið vegna veirunnar er auðvitað margfalt meira en það hefði verið til dæmis fyrir fimm til sex árum, meðan ferðamannafjöldinn hafði að vísu tvöfaldast á örfáum árum, en var þó vel innan við milljón á ári. 

Það ríkti eins konar gullgrafaraæði hjá okkur á árunum 2015-2018 og fyrir bragðið munu gapa tómum gluggum gegn vegfarendum þau hundruð ferðaþjónustumannvirkja, sem risu með ævintýralegum hraða, hugsanlega um árabil að mati hins reynda hótelhaldara.

Grátlegast er að sjá hinar tómu hótelbyggingar halda áfram að rísa eins og ekkert hafi í skorist.  


mbl.is „Sumarið meira og minna úti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband