Björn Bjarnason: "Stjórnmálamenn stjórni fjölmiðlum og fréttaflutningi."

Nú er mikið rætt um fjölmiðlun bæði hér á landi og erlendis, eins og tengd frétt á mbl.is er dæmi um.  Einnig er mikið skeggrætt um þá fjölmiðlun, sem birst hefur síðustu daga í Samherjamálinu.

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra skrifar merkan bloggpistil á síðu sína um það sem hann kallar "fjörbrot hefðbundinna fjölmiðla."

Sem þýðir á mæltu máli, að þeir séu deyjandi fyrirbrigði, en fjölmiðla- og fréttastjórn stjórnmálamanna hafi komið í staðinn. Og það séu góð skipti.  

Í pistlinum lýsir hann fyrst því frumkvæði, sem hann sjálfur hefði ekið fyrir 25 árum með því "að halda upplýsingum milliliðialaust að almenningi."  

Nú hafi orðið gjörbylting, sem "Donald Trump "hafi rekið rekið smiðshöggið á, með því að stjórna fjölmiðlun með stuttum yfirlýsingum á Twitter og samhliða því að taka að sér þessa fréttastjórn. sagt hefðbundnum fjölmiðlum stríð á hendur."   

Ekki er hægt að lesa neitt annað út úr þessum pistli en mikla ánægju Björns með þróun mála í þessum efnum, og lýsir hann velþóknun á grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar um Samherjamálið í Morgunblaðinu í dag. 

Sem leiðir aftur hugann að  því hvort einnig sé í gangi velþóknanleg bylting í fjölmiðlum þess efnis að best sé að stór fyrirtæki og valdahópar "taki að sér" alfarið "að stjórna fjölmiðlum, taka að sér fréttastjórn og segja hefðbundnum fjölmiðlum stríð á hendur," svo að notað sé orðalag í þessum merkilega pistli Björns. 


mbl.is Hundruð létust vegna rangra upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bara smá kvefpest"?

Hálfu ári eftir að sumir fengu COVID-19 stendur glíman við veikina og eftirköst hennar enn yfir. Rætt er um meðal sérfræðinga, að hugsanlega valdi veiran í mörgum tilfellum óbætanlegu líkamstjóni. 

Og það, þótt fjölmargir, jafnvel voldugir  þjóðarleiðtogar, lýstu því yfir það þetta "væri ekki neitt, neitt" eða að "þetta er í mesta lagi smá kvefpest."

Í heimildarmynd, sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi kom fram hjá sérfræðingum í fremstu röð varðandi SARS-covid 2 kórónaveiruna, að það hefði hvað eftir annað valdið truflunum í rannsóknum og starfi og undrun þeirra hvernig veiran sem veldur COVID-19 væri að mörgu leyti frábrugðin öðrum kórúnaveirum. 

Væri til alls vís. 

Í þættinum kom fram að Boris Johnson forsætisráðherra Breta, tók í upphafi svo létt á málum, að hann tók persónulega í höndina á þúsundum nemenda og annars fólks sem hann hitti fyrstu dagana sem að sóttvarnarsérfræðingar grátbáðu um fólik um að "hlýða víði". 

Enda fékk hann veikina nokkrum dögumm síðar og fór undir lokin á gjörgæslu.  


mbl.is Er að missa hárið vegna kórónuveirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler lýsti tvöföldu samsæri gyðinga í BNA og í gyðinglegum bolsévisma.

Grundvallar lífssýn Adolfs Hitlers varðandi gyðinglegu samsæri gyðinga, sem þá voru aðeins um ellefu milljónir, til að stjórna veröldinni, birtist skýrum stöfum í bók hans Mein Kampf og leiddi til dráps á tugum milljóna manna í seinni heimsstyrjöldinni, þar á meðal útrýmingar 6 milljón gyðinga á einstaklega kaldrifjaðan hátt. 

Í huga Hitlers var kommúnisminn, bolsévisminn, gyðinglegt samsæri "glæpamanna í Kreml." 

Hitler fór á hendur Sovétmönnum í stærstu herför sögunnar í júní 1941 án stríðsyfirlýsingar og sagði Bandaríkjunum stríð á hendur 11. desember sama ár. 

Þann dag voru hermenn hans komir í útbæ Moskvu, Khimki, í aðeins 18 kílómetra fjarlægð frá Kreml, og í ræðu, sem Hitler hélt þegar hann flutti stríðsyfirlýsinguna er fróðlegt að heyra,  hve djúpstætt hatur hans er á forystumönnum þessara öflugu ríkja, sem hann hélt að hann gæti sigrað, þótt þau hefðu yfirburði yfir öxulveldin í hergagnaframleiðslu og mannafla. 

Hatursorðræða Hitler var þess eðlis, að eftir stríðið varð það að takmarki forystumanna bandamanna að aldrei aftur skyldi slíkt liðið með öllum þeim hrikalegu afleiðingum, sem það hefði. 

Nauðsynlegt er að átta sig á tilurð og eðli þess, sem er kölluð hatursorðræða til þess að skilja andóf gegn henni og lög og reglur um hana.  

 


mbl.is Bannað að segja að gyðingar stjórni heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband