Tekur bíllinn ekki plássið, sem hann tekur?

Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var birt af bíl, sem er lagt "5-7 sentimetra" út á gangstétt" fyrir utan bílastæðið. Bílastæði Moggagrein

Ekki er annað að skilja á greininni en að þetta sé jafn smávægilegt brot og þessir þverhandar sentimetrar, og mynd með greininni virðist eiga að sanna þetta, því að frá því sjónarhorni, sem hún er tekin, skagar bíllinn að öðru leyti alls ekkert út á gangstéttina, sem markast dökkum afar lágum kanti. 

En raunin er önnur, því að afturendinn skagar ekki minna en 75 sentimetra út yfir gangstéttina. Bílastæði (3)

Engum lifandi manni væri fært að fara með hjólastól eða ganga sjálfur alveg upp við markalínuna. 

Skögun skögun svona bíla að aftan er yfirleitt ekki minni en um 70 sentimetrar. 

En svo virðist sem stór hluti Íslendinga telji, að miða eigi stærð bíla við lengd þeirra á milli hjóla en ekki enda á millum. 

Og að fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt sé að leggja þeim eins og sést á myndunum hér fyrir neðan. Bílastæði (2)

Ef þetta væri raunin, vaknar spurningin um það, við hvað eigi að miða þegar bílarnir eru mjög langir og lágir. 

Ekkert svar fæst við því og ekki hægt að vitna í neitt í umferðarlögunum um það bílar þurfi ekki að taka allt það pláss sem þeir taka og eigi við um lagningu í bílastæði.  

Rökin eru að vísu sögð þau, að með því að láta bílana renna rólega að gangstéttarbrún og stöðvast á þeim sé komið í veg fyrir að afturendinn skagi of langt aftur! 

Nú eru bílastæði yfirleitt 5 metra löng en afar fáir fólksbílar meira en 4,50, flestir aðeins styttri en það.Húsbíll,stór

Og það er eins gott að eigandi húsbílsins á myndinni hér við hliðina á ekki heima á staðnum, þar sem Moggamyndin er tekin, því að hann gæti sennilega lagt afturendanum á sínum bíl þannig, að hann skagaði alveg yfir alla gangstétttina, en samt verið með hjólin réttu megin við strikið. 

Umræðan um þetta er á afar sérstöku plani hjá mörgum hér á landi, sem halda því fram, að bílar þeirra taki ekki það pláss á götum og stæðum, sem þeir taka. 

Og leggja unnvörpum i bílastæði eins og sést á neðstu myndunum. Bílastæði

Þegar þeim er bent á þetta, reyna sumir að afsaka sig, en aðrir verða jafnvel reiðir og hóta að kalla á lögreglu, til dæmis í aðstæðum eins og á neðstu myndinni. Margir í stöðu hvíta bílsins hafa afsakað sig með því að það hafi áður staðið bíll vinstra megin við bílinn, sem hafi kallað fram þessa tveggja stæða lagningu. 

Samt sést oft að það hefði verið tæknilega ómögulegt að þetta væri raunin. 

Sumir hafa haldið því fram að rauða bílnum hafi verið lagt ólöglega, af því að hann þrengi svo mjög að öörum bílum. Bílastæði 2012

Samt sést, að rauði bíllinn er innan marka bílastæðisins en sá hvíti ekki, en þá koma bara lokarökin: "Ég kom fyrst." 

 


Dráttartóg allan tímann í svona ferðalögum! Kötturinn sagði: "ekki ég..."

Í myndinni "Akstur í óbyggðum" frá 2014 er sýnt oftar en einu sinni, hvernig það breytir öllu, áður en farið er út í erfiða á, að festa strax tóg í dráttarkrókinn á bílnum og leiða hann upp á húddið og inn í bílinn um rifu efst á glugganum þar sem rúðan er látinn festa hann í rifunni. 

Þá er bíllinn tilbúinn til dráttar tafarlaust.  

Þetta er þriggja kortera mynd og lögð áhersla á að fara um alla landshluta í ánægjulegri ferð um fegurstu slóðir landsins og koma sem bestum fróðleik á framfæri.  

Myndin var sýnd þrisvar á RÚV en frekari dreifing hennar strandaði á því, að helstu aðilar, sem halda hefði mátt að vildu styrkja myndina og dreifa henni meðal viðskiptavina sinna, höfðu engan áhuga á því. Engin af um tvö hundruð bílaleigum. Ekki heldur samtök þeirra. Hvorki  Íslandsstofa´né Umferðarstofa.  

Eitt tryggingarfélag, TM, styrkti um 350 þúsund krónur, sem var örlítið brot af kostnaði. 

Algengasta svarið var: "Þetta er mál ökumannsins, og tryggingarfélögin borga. 

Ein bílaleigaa lét líklega í fyrstu, en kvaðst síðan ekki treysta sér til að taka sig út úr hópnum, það kynni að líta út eins og að eitthvað væri að hjá þeim einum af öllum 200 leigunum! 

2016 hrundi markaðurinn fyrir dvd diska. 

Málið minnir á gömlu, góðu söguna um Litlu gulu hænuna. "Kötturinnn sagði: Ekki ég. Hundurinn sagði: Ekki ég."

Myndin er til áfram og hefur ekkert úrelst síðan 2014. 

 


mbl.is Á „bólakaf“ í Kaldaklofskvísl til að ná bílnum upp úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng hugsanavilla hjá okkur varðandi rekstrarkostnað bíla.

Það er algeng hugsanavilla hjá okkur, að þegar við metum ferðakostnað, berum við notkun mismunandi farartækja ekki rétt saman. 

Dæmi: Skrepppur til Akureyrar og til baka aftur. Það liggur svo beint við að áætla orkukostnað, að hann einn er tekinn með í reikninginn.  

Bíll, sem eyðir átta lítrum á hundraðið, eyðir um 60 lítrum alls, sem kosta um það bil 13 þúsund krónur. 

Þetta er auðvitað miklu lægri upphæð en flugfargjald báðar leiðir, auk þess að hugsanlegur innanbæjarkostnaður í akstri sparast með því að sleppa við að nota sérstakan bíl, leigubíl eða annað, á Akureyri. 

Dæmið er aðeins rétt reiknað ef aðeins þessi eina stærð, eldsneytiskostnaður, er skoðuð, þ.e. bein viðbótar útgjöld dagsins. 

Þá er alveg sleppt matarkostnaði á leiðinni og sagt sem svo, að maður þurfi hvort eð er að éta. 

Einnig er tímaeyðslan og tap á vinnutekjum ekki tekin með í reikninginn. 

Nú er það svo, að allir bílar falla í verði á hverjum eknum kílómetra miðað við endursölu síðar. Það er freistandi að taka það ekki með í reikninginn, af því að þau útgjöld koma síðar. 

Og þar rekumst við á algengan hugsunarhátt, að það að kaupa og reka bíl sé sérstakur gerningur, sem komi rekstrarkostnaði bílsins ekki við. 

Og meira að segja er það svo, að hyllst er til að taka ekki með í reikninginn "hlaupandi kostnað" svonefndan við að nota bíl, svo sem slit á dekkjum og öðrum hlutum bílsins, en slíkur kostnaður er ekki minni en eldsneytiskostnaður, þótt þessi hlaupandi kostnaður komi ekki beinlínis fram á hverjum degi og þar með ekki þann dag, sem viðkomandi ferð er farin. 

Taksti hjá opinberum starfsmönnum vegna notkunar einkabíla í þágu ríkisins hefur verið í kringum 100 krónur á kílómetrann, enda er það í samræmi við útreikninga FÍB á reksturskostnaðar bíls af meðalstærð. 

Samkvæmt því kostar það tæplega 80 þúsund krónur að aka bíl fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur, sem er tvöfalt til þrefalt hærri upphæð en að fara með áætlunarflugvél. 

Og ofan á það bætist auka vinnulaun vegna þess miklu meiri tíma, sem fer í það að fara landveg heldur en loftleiðis. Það eru minnst um 25 þúsund krónur. 

 

 


mbl.is Mikið lánað til bílakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir og ókostir pallhúsbíla.

Gaman væri að sjá kunnáttumann að taka til kosti og ókosti pallhúsbíla miðað við húsbíla, þar sem ekki er hægt að taka húsið af bílnum. 

Kostirnir gætu verið þessir:  

Ef bíllinn bilar að einhverju marki, er hægt að taka húsið af honum og fá sér annan til að bera það.  

Ef húsið skemmist eða þarf að gera við það fyrir mikla peninga, er hægt að taka það af pallbílnum og fá sér annað í staðinn. 

Með góðum stuðningsstólpum og bindingum er hægt að vinna upp óstöðugleika vegna hæðar hússins. 

Auðveldara er að velja sér bíl með meiri torfærugetu og þar með meiri möguleika í ferðum. 

Það er kostur, að geta tekið húsið tímabundið af og nota bílinn án hússins, en geyma það samt. 

 

Gallarnir gætu verið þessir:  

Húsið í heild er hærra og það gerir bílinn i heild valtari og fokgjarnari og erfiðara að stíga upp í húsið. 

Alla jafna er minna rými að fá í pallhúsum en í bílum, sem eru í einu og öllu hannaðir sem húsbílar. 

 

Fróðlegt væri að sjá fleiri rök með og á móti. 


mbl.is Ókostir húsbílalífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband