SEAT Minimo, 2ja sæta byltingarkenndur rafbíll með útskiptanlegum rafhlöðum.

Volkswagen verksmiðjurnar ætla sér að gera skurk í því að breyta eðli bílasamgangna í stórborgum með því að setja á markaðinn nýjan örbíl, sem heitir SEAT Minimo, og á að stuðla að lausn hins mikla umferðarvanda, sem er í borgum heimsins. Minimo.

SEAT bílaverksmiðjurnar á Spáni eru í eigu VW, og ætlunin er að í Barcelona verði miðstöð þess hluta bílaumferðar í borgum, þar sem 2ja manna rafbílar verði framleiddir með útskiptanlegum raflöðum. 

Bíllinn verður svipaður Renault Twizy á þann hátt, að bílstjórinn situr einn frammií, en einn farþegi getur setið aftan við hann líkt og gerist á vélhjólum. 

Kostur bílsins er léttleiki, aðeins um 550 kíló á þyngd, en fyrst og fremst það, hvað hann tekur lítið rými.  

Hægt verður að leggja þremur þversum í stæði, sem annars tekur aðeins einn bíl, drægnin á að verða um 100 kílómetrar og hraðinn 90 km/klst. 

Í Barcelona er ætlunin að verði sérstök 5G miðstöð og er þegar búið að ráða þangað 100 sérfræðinga.   

Minimo hefur það fram yfir Renault Twisy, að vera miklu straumlínulagaðri, en það gefur aukinn hraða og meiri sparneytni. 

En stóri kosturinn er að geta skipt um rafhlöður og opna þannig möguleika fyrir skiptistöðvar, þar sem tómar rafhlöður eru lagðar inn en hlaðnar settar í í staðinn.  


mbl.is Svalur ódýr örbíll frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafknúið fjallahjól Simons Powell "sambærilegt farartæki" við rafhlaupahjól?

Svo mikill stærðar- og aflsmunur er á rafhlaupahjóli og rafknúnu fjallahjól, að stórlega er hægt að draga það í efa, sem sagt er í tengdri frétt, að fjallarafhjólið, sem Simon Cowell slasaði sig á, og rafskútan, sem tónlistarkonan Rihanna datt á, séu "sambærileg farartæki" í þeirri merkingu sem þetta orð er venjulega notað, til að lýsa því hve þau séu lik. 

Afl, hraði, þyngd, og stærð hjólanna eru afar mismunandi, einkum stærð hjólanna, sem eru örsmá á hlaupahjólinu en með stórum felgum og belgmiklum hjölbörðum á fjalla-rafhjólinu.   

Enda meiddist Simon miklu meira en Rihanna. 

Hitt er annað mál, að gríðarlegur vöxtur í sölu rafknúinna farartæki af öllum stærðum og gerðum, og á það bæði við um rafknúin vélhjól, reiðhjól og hlaupahjól.  

 


mbl.is Rihanna blá og marin eftir rafskútuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnaraðgerðirnar í vor voru "þráðurinn að ofan."

Gamla dæmisagan um þráðinn að ofan, sem hélt uppi köngurlóarvefnum, kemur í hug, þegar rætt er um sóttvarnaraðgerðir hér á landi. 

Þráður köngurlóarinnar var fyrsti þráðurinn, sem hún spann í vefnum, þegar hún seig á honum niður á vefstæðið, en þegar tíminn leið, var hún búin að gleyma því að þessi þráður var forsendan fyrir öllum vefnum. 

Fannst hann lýta heildarmynd vefsins og klippti á hann, en við það hrundi vefurinn allur.

Markvissar aðgerðir í sóttvarnarmálum hér á landi frá mars til júní í vor, voru þráðurinn að ofan í baráttunni við COVID-19 og skiluðu þeim tvöfalda árangri að dauðsföll hér hafa verið um það bil 20 sinnum færri miðað við fólksfjölda, en í flestum öðrum löndum og að hægt var að opna glugga á flug til landsins og tímabundinn ferðaamannastraumm.  

Með því að ráða þannig að miklu leyti bug á faraldrinum eins lengi og unnt var, opnaðist möguleiki fyrir að nota hægfara tilslakanir til að gera landið "grænt" á alþjóðakortunum fyrir flugsamgöngur og ferðaþjónustu. 

En síðan kom í ljós, að ný bylgja kom vegna þess að of langt hafði verið farið til baka, og við súpum enn seyðið af því, þótt örlítið miði í rétta átt. 

Svo er að sjá, að margir vilji núna ekki viðurkenna, hver þráður það var að ofan sem skóp þó það hlé, sem gafst til að liðka fyrir flugi og samgöngum eftir því sem mögulegt var. 

Og ekki heldur viðurkenna, að burtséð frá öðru, urðu þau lönd flest "rauð" sem ætlunin var að fá ferðamenn frá til þess að heimsækja okkar land, sem líka var orðið rautt. 

 

 


mbl.is „Þau hafa misst tökin á faraldrinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband