Lúmskasta hálkan: Krap.

Á meira en sextíu ára akstursferli er óhjákvæmilegt á Íslandi að lenda í mjög misjöfnum aðstæðum, sem oft eru svo lúmskar og varasamar að afar erfitt er að varast þær og finna réttu viðbrögðin.  

Glerhálka getur myndast við aðstæður sem gera hana ósýnlega, rétt eins og heitið bendir til. 

Hálka myndast oft í lægðum í kyrrviðri þar sem kalt loft sígur niður í lægðirnar og mynda glæru, þótt hvergi í kring sé vottur fyrir hálku.   

Þegar nýsnævi fellur á klaka getur orðið margfalt meiri hálka en þótt það snjói á snjó ofan. 

Þegar rignir ofan á frostkalt yfirborð getur myndast geigvænleg hálka. 

Eitt varasamasta fyrirbrigðið er þó krap, jafnvel krap, sem sýnist meinlítið vegna þess hve laust það er í sér. 

En það er oft blekking, því að sé komið á bíl með breiðum dekkjum yfir ákveðinn hraða getur myndast afbrigði af "aquaplaning", "vökvaskautun". 

Þá lyftist bíllinn upp og skautar þannig ofan á krapinu að bílstjórinn getur EKKERT gert, hvorki stýrt bílnum né ráðið neitt við hann. 

Og eina ráðið felst í óbreyttu ástandi; að gera EKKERT, hemla né neitt, heldur leyfa bílnum að minnka hraðann af sjálfu sér. 

Það sem er verst við krapið er það, að þegar bíllinn byrjar að fljóta ofan á því, missa naglarnir allt grip, gagnstætt því sem er á meðan þeir krafsa þó eitthvað í klaka eða snjóþekju.  


mbl.is Varað við lúmskri hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband