Þúsundasta mark Pelé fyrir félagslið er enn í fersku minni margra.

Það þótti slík frétt þegar Pelé skoraði þúsundasta mark sitt fyrir sitt brasilíska félagslið, Santos, að það er áreiðanlega enn í fersku minni milljóna manna um allan heim.  

Fyrir þá, sem þetta muna og öll hátíðarhöldin í kringum það kemur því frétt af heimsmeti Roaldos varðandi samanlagða markatölu fyrir félagslið og landslið spánskt fyrir sjónir, ekki síst það hvernig hægt er að blása miklu lægri markatölu hans en Pelé upp í heimsmetshæðir.  


mbl.is Tékkar véfengja metið hjá Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hliðstæð orkuskipti og í húshitun á síðustu öld.

Þegar Winston Churchill kom í snögga ferð til Íslands 1941 fékk hann að sjá byrjunarframkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur í Mosfellsdal.

Churchill hreifst svo mjög af því sem hann sá að hann minntist á þetta í endurminningum sínum og mátti skilja orð hans svo að hugmyndin að hitaveitunni hefði verið hans. 

Það var reyndar svolítill misskilningur, en hitt reyndist rétt að þarna tók Churchill vel í beiðni Íslendinga um fyrirgreiðslu varðandi nauðsynlega hluti í veituna, sem erfitt var að fá í stríðástandinu sem þá ríkti. 

Síðuhafi er nógu gamall til að muna þá tíð þegar hús voru yfirleitt hituð upp með kolum og bæði kolakyndingarklefi og kolageymsla voru ómissandi hluti af nýjum húsum um svipað leyti og svonefnd olíukreppa reið yfir heimsbyggðina í kringum 1980.

Það kostaði að vísu mikil útgjöld og skuldasöfnun að koma hitaveitunum á til fullnustu á höfuðborgarsvæðinu og einnig á þeim svæðum úti á landi þar sem hægt var að finna heitt vatn í jörðu, en eftir á var það skoðun þorra fólks að þetta mikla átak hefði verið tímabært. 

Þess vegna er það athyglisvert hve mikil andstaða hefur verið látin í ljósi varðandi hliðstæð orkuskipti í samgöngumálum og rafbílum fundið flest til foráttu.  

Þó eru þessi orkuskipti hliðstæð orkuskiptunum miklu á síðustu öld hvað snertir algera sérstöðu Íslendinga í hópi þjóða heims varðandi innlenda orkugjafa, sem geta bæði verið hreinir og endurnýjanlegir ef ákveðnum forsendum þeirra hugtaka er fylgt. 

Nú, eins og á 20. öldinni, felast orkuskiptin í því að við losum okkur við það að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa mengandi orkugjafa og tökum upp innlenda og mengunarlausa orkugjafa í staðinn. 

Slíkt átak í húshituninni skilaði svo miklu að þegar úrtölurnar á sínum tíma eru skoðaðar, virka þær hjákátlegar.  

Rétt eins og að bygging allra hitaveitnanna á sínum tíma kostaði mikið fé sem síðar fékkst ríkulega til baka og vel það, kosta orkuskiptin í samgöngunum að vísu mikið fé núna í útskiptum á innviðum og farartækjum, en ávinningurinn til framtíðar verður mun meiri en nemur kostnaðinum við orkuskiptin. 

En ávinningurinn verður miklu meiri þegar til framtíðar er litið. 

 

  


mbl.is Sannkallað ár orkuskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að byggja brýr í stað þess að reisa múra, semja í stað þess að rifta...

Orð eru til alls fyrst segir máltækið. Það á svo sannarlega við hjá Joe Biden og Donald Trump þegar litið er á orð þeirra og gerðir.  

Nú er Biden byrjaður á því að brúa bil og byggja brýr í stað þess reisa múra og hindranir. 

Biden tekur upp samvinnu í gerð og framkvæmd sáttmála í stað þess að rifta samvinnu og þáttöku í samtökum þjóða.

Biden hyggst rækta góð sambönd við samherja Bandaríkjanna í stað þess að troða illsakir við þá og sundra þeim.   


mbl.is Fimmtán tilskipanir á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband