Var ekki flugvél stolið einu sinni á Reykjavíkurflugvelli?

Eitt skemmtilegasta atriðið á sínum tíma í hinum vinsæla útvarpsþætti "Útvarp Matthildur" var skopstæling á talstvöðvarsamtali ölvaðs flugmanns, sem hafði stolið flugvél, við fólkið hans á jörðu niðri sem reynxi, ásamt flugumferðarstjórunum að fá til að hætta þessu rugli og lenda vélinni. 

Ef rétt er munað var þetta grátbroslega samtal byggt á raunverulegum atburði sem gerðist á Reykjavíkurflugvelli þegar ölvaður maður tók litla flugvél traustataki þar sem hún stóð við völlinn og brá sér í loftið á henni. 

Gaman væri að heyra hvort einhverjir muna eftir þessu. 

 


mbl.is Flugvél stolið á gamlárskvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir skemmtunina!.

Leikur Íslendinga við hið firnasterka norska landslið á HM var mikil skemmtun þótt hann tapaðist í blálokin.  33 gegn 35 mörkum þar sem aðeins einu marki munaði 4 mínútum fyrir leikslok og úrslitin ekki ljós fyrr en enn nær leikslokum segir sína sögu um hin hraða og  yndislega sóknarleik, sem var spilaður. 

Íslenska liðið skoraði hátt í tvöfalt fleiri mörk á móti norsku snillingunum en á móti Sviss um daginn og flest þessara marka og aðdragandi þeirra voru hreint dásamleg á að horfa. 

Í þessum síðasta leik Íslands í milliriðli fóru ýmis atriði í leik íslenska liðsins að ganga betur en áður, bæði fjöldi hraðaupphlaupa og ekki síður fjöldi og fjölbreytileiki línusendinga sem skópu mörk. 

Áður höfðu afar góð afar góð vörn og markvarsla sannað sig. 

Það að íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslit ætti ekki að yfirskyggja allt annað. 

Lið Þýskalands, með 250 sinnum stærri þjóð að baki en Íslendingaar og stærstu og bestu úrvalsdeild heims komst heldur ekki í átta liða úrslit. 

Það eina sem virtist áberandi erfitt var að finna svar við í leik okkar við Norðmenn, var þegar Norðmennirnir sneru íslenskum hraðaupphlaupum í eigin ofurhraðaupphlaup sem enduðu með mörkum fyrir þá. 

Fyrir rúmum áratug var fjallað um komandi gullaldarlið Íslands í knattspyrnu. 

Það er alveg óhætt að smella svipuðu á núverandi handboltalandslið.  

Þetta er búið að vera hressandi, bæði í Egyptalandi, HM-stofunni og á netinu. 

Hafið öll þökk fyrir, sem tókuð þátt í því.  Takk fyrir skemmtunina!

 

 


mbl.is Tap fyrir Noregi í lokaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdratækni og galdrakarlar, en augu og eyru skipta öllu.

Á fyrstu áratugum íslenskrar kvikmyndagerðar voru kvikmyndir oft gagnrýndar fyrir hljóðvinnsluna; að það sem sagt væri og sungið færi oft fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum. 

Þegar rætt er um auglýsingar í ljósvakamiðlum má geta þess, að sú ákvörðun að hafa auglýsingar í íslensku sjónvarp hefur líklega flýtt þróun íslenskrar kvikmyndagerðar um tvo áratugi. 

Ástæðan er sú, að í auglýsingagerð eru sjálfkrafa gerðar kröfur um handritsgerð, hraða og gæði, sem útilokað er að komast hjá að uppfylla.

Síðan gerist það þegar á hólminn er komið, að þegar síðasta hljóðblöndun og klipping fer fram verður að kunna skil á því eðli sjónar og heyrnar fólks, að hvorugt er stillt þannig að um fastar stærðir er að ræða. 

Þá koma inn atriði eins og þreyta og úthald hjá þeim sem blandar þennan drykk. 

Gott dæmi um þetta er smá próf, sem leggja má fyrir fólk, þegar því eru sýndar þrjár eins myndir af konu, þar sem litirnir eru með misjöfnum blæ frá bláu yfir í rautt og einblína skal á þær í nokkrar mínútur. 

Fyrst er sýnd mynd, sem er þannig, að áhorfendur segja einum rómi:  Hún er mjög bláleit, og þeir látnir einblína á myndina í nokkrar mínútur. 

Næst er sýnd alveg eins mynd og nú svara áhorfendur að hún sé líka mjög bláleit. 

Eftir nokkrar mínútur kemur þriðja myndin, sem fær svipaða dóma 

og í lokin er fjórða myndin sem þykir mjög bláleit. 

Eftir að hún hefur verið barin augum hæfilega lengi, er brugðið upp enn einni mynd og spurt um hana. 

Svarið er einróma: Hún er alltof rauð.  

Nú tekur myndasmiðurinn fram allar myndirnar, og þá kemur í ljós að þessi mynd var sú, sem hafði verið önnur í röðinni og þótti þá alltof blá!

Hægt er að nefna dæmi um það að einstaka lög í kvikmyndum eða á plötum hafa liðið fyrir ranga hljóðblöndun, jafnvel svo ranga, að söngtexti hafi ekki skilist og flytjendur og höfundar orðið fyrir miklum vonbrigðum. 

Þetta getur gerst hjá bestu kunnáttumönnum ef þeir hafa verið of lengi á fullu við að hljóðblanda fjölda laga í kapp við tímann, en misst óvart við það getuna til þess að greina hljóðin í upptökunni rétt í samhengi útkomunnar. 

Mannsheilinn er nefnilega með afar sveigjanlega virkni eins og allir þekkja sem hafa farið út úr myrku herbergi í skjannabirtu utan þess, og síðan farið aftur inn í herbergið og þá ekki séð handa sinna skil í fyrstu. 

Hljóðvinnsla og hljóðtækni koma miklu oftar við sögu en ætla mætti. 

Þegar Lexus GS 400 lúxusbíllinn kom á markað 1989 urðu helstu hönnuðir Benz og BMW að hrökklast beint að teiknborðum fyrir sína bíla. 

Meðal þess, sem var nýung þá í Lexusinum var hljóðblöndunin inni í bílnum.  

Þar voru öll hljóð, bæði frá bílnum sjálfum, farþegum og hljóði sem barst utan frá inn í bílinn, blandað þannig að mörg mismunandi hljóð "átu" hvort annað upp til þess að skapa sem best, þægilegast og hljóðlátast umhverfi fyrir þá, sem í bílnum voru. 

Niðurstaðan varð hljóðlátasti bíll heims á þeim tíma. 1989 voru bílar með afturdrif og vélina frammi yfirleitt ekki með alveg beina driflínu frá sveifarási aftur í mismunadrif heldur var örlítið horn á milli drifskafta og sveifaráss til að drifskaft tæki minna pláss inni í farþegarýminu. 

Í Lexusinum var driflínan hins vegar þráðbein og séð um það að vélin væri gangþýðasta V-8 vél sem völ væri á.  

Árangurinn varð göldrum líkastur og í gríðarlegri tækniþróun í gerð einfaldra tækja eins og hátalara eru bestu hljóðverin eins og ævintýraleg galdratæki í hönum ævintýralegra galdrakarla. 

 


mbl.is Hljóð sem þú finnur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband