10.11.2021 | 17:53
Aðlögun og úrlausnir eru orð dagsins.
Miklu skiptir þessa dagana að efla aðlögunarhæfnina í þjóðlífinu til að fást við ótal svið sem kórónaveiran hefur áhrif á.
Þessi faraldur hefur áhrif út í alla kima þjóðfélagsins, ekki aðeins allt menningarlífið, heldur ekki síður flutningakerfi heimsins, sem glimir við mikla og viðvarandi röskun.
Þar hafa komið upp mörg ný vandamál, en jafnframt breytast aðstæður í samræmi við ganginn í glímuna við veiruna, bólusetningu, smitrakningu og svonefnd hraðpróf.
![]() |
Tónleikahald Senu Live helst óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2021 | 08:02
Áhrif bylgjunnar koma víða fram.
Fyrir um fimm árum myndaðist kreppa í heilbrigðiskerfinu, sem lýsti sér meðal annars í því að ekki var hægt að halda uppi nauðsynlegum aðgerðum eins og skimunum og eftirfylgni í skoðunum á ástandi sjúklinga í áhættuhópum.
Þessi kreppa endaði með undirskriftaherferð Kára Stefánssonar af fágætri stærð.
Semm dæmi má nefna, að í oktober þraut fjármagn til meðferðar og skoðana varðandi gáttaflökt og frestuðust þær fram yfir áramót.
Síðuhafa var kunnugt um alvarlegar afleiðingar af þessu í formi heilablóðfalls, sem kostaði viðkomandi og heilbrigðiskerfið margfalt meiri fjármuni en leitastvar eftir að spara.
Síðuhafi upplifði sjö vikna töf á skoðun þar sem bíða þurfti í von og óvon eftir niðuststöðum, sem bráðnauðsynlegt var að fá sem allra fyrst.
Nú herjar ákveðin kreppa vegna ofurálags á heilbrigðiskerfið af völdum stærstu smitbylgju heimsfaraldursins.
Áhrifa manneklu, fjárskorts og takmarkaðra innviða koma víðar fram en sést í fljótu bragði.
Tölurnar um skort á gjörgæslurýmum og fækkun sjúkrúma síðaðsta áratug eru sláandi í ljósi mikillar fjölgunar elstu árganga þjóðarinnar, sem hefur verið fyrirsjáanleg í 75 ár.
![]() |
Yfirvofandi skortur á sprautum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)