24.12.2021 | 22:43
"Jólastemning" kallast á við reginöflin.
Rauður er litur jólanna og nú eru rauð jól þar sem við mannfólkið ræktum með okkur jólastemningu með kærum kveðjum og óskum.
En rauður er líka litur eimyrjunnar sem nú þrýstir sér upp á við nokkra kílómetra norðaustur af Grindavík.
Þetta minnir á að ræktun æðruleysis og trúar er nauðsynlegst þegar við erum minnt svona rækilega á ógnir undirdjúpanna.
Með kærum jólakvæðjum er hér textinn "Jólastemning" við lagið "Christmas time is near" sem er að finna á plötunni "Jólalög" sem Sinfóníuhljómsveit Íslands gaf út fyrir sex árum, þar sem Bernhard Wilkinson stjórnaði hljómsveitinni, Margrét Pálmadóttir stjórnaði í Stúlknakór Reykjavíkur og Hulda Björk Garðarsdóttir söng einsöng.
JÓLASTEMNING.
Jólastemning er
yfir öllu hér;
gleðitíð, sem börnin blíð
nú biðja´að veitist sér.
Snjókorn blærinn ber.
Boðskap flytja mér
dýrðarsöngvar dægrin löng,
sem dilla mér og þér.
Sögur, ljós og ljóð
ljúft við tónaflóð.
Mitt í dróma myrkurs ljómar
minninganna glóð.
Jólastemning ber
birtu, ósk mín er,
að alla tíð, já ár og síð
allt árið ríki´hún hér;
að einlæg gleði´og ástargeð
æ gæfist mér og þér.
p.s. Á tónlistarmyndbandinu á facebook síðu minni er í lok 3. erindis lesið "...minninganna flóð." En á að vera "...minninganna glóð."
2
![]() |
Skjálftinn var 4,7 að stærð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2021 | 00:33
Loftslagsmálin snúast um núverandi aðstæður, - ekki fyrir þúsundum ára.
Á samfélagsmiðlum er furðu oft rökrætt um áhrif loftslagsbreytinga í nútímanum með því að fara þúsundir og jafnvel milljónir ára aftur í tímann.
En viðfangsefni nútímanst snúast hins vegar um þær breytingar, sem eru að gerast núna, við núverandi aðstæður og framundan.
Hundruð mlljóna manna búa nú á láglendissvæðum á borð við Maldivieyjar eða borgarstæðum milljóna íbúa hafnarborga.
Bráðnun jökla og hækkun sjávar hafa því allt aðrar og meiri afleiðingar en samsvarandi breytingar í löndum þar sem örfáir bjuggu, miðað við það sem nú er.
![]() |
Meðalhiti tæplega 20 stigum hærri á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)