29.12.2021 | 14:19
Athyglisverðar skoðanakannanir fyrr og nú. "Vvgrænir?"
Skoðanakannanir birta oft sérkennilegar og jafnvel torskildar tölur. Þegar Kárahnjúkadeilan stóð sem hæst kom í ljós í skoðanakönnun, að þriðjungur þeirra, sem þá sögðust fylgja Vinstri grænum voru samt samþykkir virkjuninni.
Hins vegar skiptust fylgjandur Sjálfstæðisflokksins í tvo álíka stóra hópa í þessu máli í þessari skoðanakönnun, og ef litið er á höfðatöluna, var þessi helmingur Sjálfstæðisflokksfylgjena langstærsti flokkspólitíski hópurinn meðal andastæðinga virkjunarinnar.
Þegar Stjórnarskrárfélagið kannaði hug ráðamanna flokkanna sem voru í framboði 2016 kom í ljóa, að fylgi við nýja stjórnarskrá sem tæki mið af þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, var einna minnst hjá Vinstri grænum.
Ógöngurnar í stjórnarskrármálinu síðan þá ættu því ekki að koma á óvart.
Í nýrri skoðanakönnun kemur í ljós að 85 prósent þeirra, sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eru ánægðir með nýju stjórnina og stefnu hennar; langtum hrifnari en fylgjendur hinna stjórnarflokkanna.
Ástæðan gæti verið sú, að í nýju stjórninni láta Vinstri grænir af hendi tvö þau ráðuneyti, sem hver grænn vinstri flokkur myndi telja mikilvægust, umhverfisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið; og í ofaánlag fær flokkurinn á hinum enda stjórnmálanna þetta lykilráðuneyti.
Þegar Ögmundur Jónasson orðar það nú að Vg þurfi að skipta um nafn, þarf raunar ekki mikið til, heldur einungus að bæta einum staf við í skammstöfunina: " Vvgrænir - Varla vinstri grænir."
![]() |
Ögmundur spinnur rauðan þráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2021 | 01:41
Landinn er ötull við fleira en landann?
Útlendingar kaupa ekki áfengi í vínbúðunum að því er ætla verður, en ferðamannastraumurinn á þessu ári er líkast til kominn niður í svipað horf og var fyrir gosið í Eyjafjallajökli og aukin áfengissala hlýtur því að mest hjá innfæddum og þar með söluaukningin Covid-árin tvö.
Spurningunni um hlut bruggs og smygls í áfengisneyslunni er ævinlega erfitt að svara, svo að venjulega hrökkva vangaveltur um uppruna brjóstbirtunnar skammt.
![]() |
Áfengissala tæplega 17% meiri en 2019 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)