31.12.2021 | 17:00
Fyrstu fréttirnar frá Svíþjóð voru óvænt hrollvekja. Ósk um gleðilegt ár.
Þegar fréttir bárust af fyrstu bylgju COVID-19 í Svíþjóð bárust til Íslands hrukku margir Íslendingar meira við en fréttirnar frá Ítaliu og New York.
Ástæðan var sú, að með þessum sænsku fréttum var myndin af Svíþjóð sem forysturíki í heilbrigðis- og velferðarmálum á heimsvísu rifin í tætlur og í staðinn komin mynd af ráðþrota læknum og hjúkrunarfólki sem valdi af handahófi sjúklinga úr hópi þeirra sem þyrftu á gjörgæslu að halda en yrði samt að víkja í burtu.
Og þar að auki sú mynd, að best væri að gera sem minnst í þessum málum, heldur lofa þessari farsótt að hafa sinn gang sem fyrst svo að hjarðónæmi kæmist sem fyrst á.
Þegar tölurnar um úbreiðslu covid núna hér á landi eru skoðaðar, sést hve teflt er á tæpt vað og veðjað á "happ á tæpri skör."
Vonandi fer allt vel og óhætt að óska öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir allt gamalt og gott.
![]() |
Líkur á fleiri innlögnum aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)