Vinda- og sólfar virðist oft fjarri ákvörðunum í samgöngum og byggingum.

Reykjavík er nyrsta höfuðborg í heimi og ætla mætti að þar með væri það vitað, að sól er hér lægri á lofti en í nokkurri annarri höfuðborg. 

Engu að síður virðist aldrei verið reiknað með þessu mjög svo mikilvæga atriði, heldur er háum húsum plantað niður eins víða og hægt er.  

Ótal dæmi eru um gildi þess að það sjáist til sólar, svo sem ef horft er á það, hvar fólk getur sest út í björtu veðri við borð á gangstétt og notið sólar, ekki bara sólarljóssins, heldur líka þess hita sem sólin ber í þeirri höfuðborg heims, sem er ekki bara með lægsta sólarganginn, heldur líka kaldasta júlímánuðinn. 

Eitt af ótal dæmum eru fyrirætlanir um flugvöll við Hvassahraun, þar sem algengasta rokáttin á suðvesturhorninu veldur miklu meiri sviptingum í aðflugi og fráflugi en á Reykjavíkurflugvelli. 

Nú virðist ekki nóg að gert, heldur líka að búa til eftir föngum nýja vindhvirfla á núverandi flugvelli.   


mbl.is Ný hverfi valda ókyrrð á flugbrautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband