Eru til niðurstöður rannsókna á smiti af svona "reipi"?

Það liggur fyrir að vissir snertifletir, sem margir snerta, líkt og "reipið" sem sóttvarnarlæknir nefnir sem smitleið við gosið við Fagradalsfjall, geta borið smit á milli fólks. 

Það mun vera misjafnt eftir efnum, hve vel eða lengi loðir lifandi við það, en upplýst hefur verið að í sumum tilfellum geti sá tími skipt mörgum klukkustundum. 

Síðan vaknar spurningin um það, hvort og hve margir eru með hanska þegar þeir handfjatla línuna á leiðinni inn í Geldingadali og hvernig og hvort væri hægt að útiloka snertingarsmit með því að skylda alla til að nota sérstaka hanska á línuleiðinni og afhenda þá eftir notkun, annað hvort sem einnota gagn eða til sérstakrar sótthreinsunar. 

Jafnvel þótt gosið verði ekki eins langvinnt og talin eru líkindi til að það geti orðið, verður að huga vel að því að á þessari línuleið leynist ekki svipuð smitleið og við landamæri eða annars staðar, þar sem sóttvarnarráðstafana, sem veita sem best öryggi, er þörf.   


mbl.is Öryggisreipið varð allt í einu hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja metra reglan miðast við logn. En snertingin við reipið er bein snerting.

Meðan reykingar voru algengar var oft athyglisvert að sjá hvað reykurinn gat borist langt undan vindi eða jafnvel smá andvara eða golu. 

En tveggja metra reglan í kófinu miðar við núll innanhúss. Utanhúss verður hins vegar eðli máls samkvæmt að miða við það hvernig gufa eða reykur berst. 

Það getur virkað í báðar áttir, að vindur eða andblær komi í veg fyrir að smit berist á móti loftstreyminu út um vit smitberans. 

Nú er svo að sjá að eldgosið við Fagradalsfjall hafi fært þjóðinni þennan líka örugga smitbera sem "reipið" á leiðinni á gosstöðina er. Heldur betur traust og bein smitleið það. 


mbl.is Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og Þrændalög eru afar sambærileg svæði.

Ekkert landsvæði í veröldinni er eins sambærilegt við Ísland og Þrændalög í Noregi. Svipuð stærð, sama breiddargráða, svipaður mannfjöldi, svipuð menning, svipuð lífskjör. u hefu

Þess vegna hefur verið afar fróðlegt að fylgjast með litakortinu af Evrópu og sjá, að fram að þessu hafa þessi tvö landsvæði verið einu grænu svæðin á þessu korti. 

En nú er að sjá hvort upphaf fjórðu bylgjunnar hér á landi á eftir að breyta þessu og kannski að rýna í það, hvað geti haft mest áhrif á það.   

Og síðan að sjá að hve miklu leyti við getum upp á okkar eindæmi gert allt hér eins og áður var varðandi straum erlendra ferðamanna hingað, eins og sumir hafa þrástagast á, að sé auðvelt að gera. 


mbl.is Eina landið undir 100
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband