Alveg fyrirsjáanleg og eðlileg örtröð.

Síðustu 780 ár hafa þau eldgos, sem næst hafa verið Reykjavík, verið í Surtsey, Heimaey, Heklu og Eyjafjallajökli í 110 til 120 km fjarlægð í loftlínu.Eldgos við Fagradalsfjall (2)

Akstursleið til þess að komast í návígi við hraun í Heklugosi hefur verið um 145 kílómetrar og akstursleið plús gönguleið að Fimmvörðuhálsi var enn lengri og torsótt meðan það gos stóð. 

Nú bregður svo við að eldgos er í um 30 km fjarlægð í loftlínu frá Reykjavík og akstursleiðin plús gönguleið að rennandi hrauni er um 60 km. 

Þá verður það að stórfrétt dag eftir dag hve margir vilji nota óviðjafnanlegt tækifæri til að fara og skoða þetta fyrirbæri, sem er svona nálægt hlaðvarpanum. 

Frekar væri það frétt ef aðsóknin og örtröðin væri minni, því að svona atburður er svo fáheyrður meðal þjóða heims, að það var og er bæði fyrirsjáanlegt og eðlilegt hve ásóknin er mikil, ekki hvað síst þegar veðrið er það langbesta frá upphafi gossins eins og það var í dag.

Það verður líka að taka tillit til þess, að vísindamenn treysta sér engan veginn til að spá um lengd þessa litla en ákaflega fallega sannkallaðs túristagoss.  

 


mbl.is Of mikil umferð um neyðarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarforðabúr og bjargræði í hallærum fyrr á tíð.

Sú var tíðin að Breiðafjarðareyjar og raunar fjörðuinn allur voru öruggasta búsvæði á Íslandi. 

Þetta kom einna best fram í Móðuharðindunum þegar yfir 70 prósent bústofns landsmanna hrundi niður og fjórðungur þjóðarinnar sjálfrar. 

Það var síðasta stóra hungursneyðin í sögu landsins og má það merkilegt heita í ljósi þess gífurlega mannfellis, sem varð á Írlandi rúmri hálfri öld síðar. 

Þar virðist sjást munur á því að hafa Englendinga eða Dani sem herraþjóð, en söfnun Dana og aðstoð við Íslendinga áttu ekki erlendar hliðstæður á þessum tíma. 

Í Móðuharðindunum flúði fólk til Breiðafjarðarsvæðisins til að bjarga sér úr nauðum. 

Hið gjöfula lífríki til sjávar og sveita skóp grundvöll fyrir veldi ýmissa auðmanna og valdamanna.  

En í tæknibyltingu sjávarútvegs og landbúnaðar sem hófst í lok 19. aldar hófst hnignunarskeið sem lagði á endanum byggðina í eyjunum nær alveg í eyði.   

Nú hillir kannski loksins undir breytingu á þessu vegna hins mikla náttúruverðmætis sem Breiðafjörðurinn er og kominn er tími til að líta meira heildstætt á allan fjörðinn frá fjalli til fjöru og úteyja sem eina stórkostlega auðlind í sjálfu sér. 

Það getur opnað ýmsa nýja möguleika sem reist gæti við fornt veldi og gildi þessa einstæða svæðis, bæði á landsvísu og heinsvísu. 


mbl.is Keyptu nýverið Svefneyjar á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband