Á umbrotasvæði skagans er m.a. áttunda stærsta hraun landsins.

Kröflueldar 1975-84, Heimaeyjargosið 1973 og gosið í Holuhrauni 2014-15 voru þrjú íslensk eldgos, sem helst má nefna þegar spurt er, við hverju er helst að búast ef nú er að hefjast óróatímabil á Reykjanesskaga, Eyjagos fyrst í na.

Og þá kannski í líkingu við það tímabil, sem þar var í meira en tvær aldir frá 10. öld og fram á þá tólftu. 

Hér við hliðina er mynd af Eyjagosinu á fyrstu klukkustundu þess, þegar eldveggurinn upp úr gossprungunni hafði að vísu styst hratt en átti eftir að umbreytast. 

Í tveimur af þessum þremur gosum, Kröflu og þó sérstaklega í Holuhrauni var aðdragandinn fólginn í jarðakjálftatímabili og miðju umbrota á einum stað, Leirhnjúki við Kröflu og Bárðarbungu.Eyjagos í na.

Frá þessum miðjum óð kvika og ris og hnig neðanjarðar í báðar áttir, til suðurs eða þó aðallega norðurs og fóru ansi langt, heila fimm kílómetra hjá báðum til koma upp með látum, fyrst í hækkandi eldveggjum en síðan dróst virknin saman í einstaka gíga. 

Í Eyjagosinu var stuttur aðdragandi en fyrst kom eldurinn upp á 2ja kílómetra langri gossprungu se fljótlega dróst saman í smærri gíga og loks einn stóran, sem hlóð upp Elfelli. 

Þetta var lítið gos, hraunið aðeins 2,5 ferkílómetrar og rúmmál gjóskunnar aðeins 0,25. 

Annað mál gilti um Holuhraun, sem varð meira en 15 kílómetra langt, 85 ferkílómetrar að flatarmáli og 2 rúmkílómetrar.  Eldvörp syðrihl.horf til na

Líkast ofansögðu getur helst gerst á Reykjansskaganum að því er jarðvísindamenn ætla. 

En enda þótt mestar líkur séu á því að gos á skaganum verði lítil, getur ýmislegt orðið stærra í sniðum en ætla mætti. 

Til dæmis var gossprungan í Krýsuvíkureldum 1151 25 kílómetra löng og náði allt frá suðurströndinni vestan Krýsuvíkur og norðaustur undir Kaldársel, sem er aðeins sex kílómetra frá Hafnarfirði. 

Frá gosstöðvum á þessari sprungu runnu Kapelluhraun og Ögmundarhraun í sjó fram, annað þar sem álverið er nú, en hitt fyrir vestan Krýsuvík. 

Og hraunbreiðan Húsfellsbruni frá 10. öld, sem kenndur er við lítið fell aðeins átta kílómetra frá Þjóðvegi eitt, er sjöunda stærsta hraun sem runnið hefur á Íslandi. 

Það voru sjóðheitir hraunstraumar sem runnu um Elliðavatn og mynduðu gervigígana Rauðhóla auk hraunsins, sem rann niður Elliðiðaárdal og allt í sjó fram.

Gígaraðir eru fyrirbæri, sem hvergi finnast á þurrlendi jarðar nema á Íslandi og eru því einhver dýrmætustu náttúrudjásn landsins. 

Rétt austan við eina þeirra, Eldvörp vestur af Svartsengi og Bláa lóninu, varð kvikuinnskot í fyrra. Gígaröðin er um tólf kílómetra löng og aldrei að vita nema að önnur svipuð gæti litið dagsins ljós í framtíðinni.

Neðsta myndin er tekin í Elliðaárdal þar sem tiltölulega ungt hraun, aðeins 5 þúsund ára gamalt er stórmerkilegt fyrirbæri, en þyrfti að fá að njóta sín betur. Elliðaárdalur  

 


mbl.is Enn mælist gríðarlegur fjöldi skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndust Grindvíkingar afgangsstærð?

Raflínur frá orkuveri HS orku í Svartsengi liggja í tvær áttir. Annars vegar lína, ætluð fyrir kerfi sem ætlað er markaði fyrir stórnotendur allt upp á Grundartanga. 

Hins vegar lína í hina áttina til Grindavíkur. 

Ef bilun verður hjá HS Veituj, jafnvel þótt hún sé Grindavíkurmegin, er svo að sjá í ljósi nýjustu viðburða, að hún lendi sem afgangsstærð þegar verið er að fást við bilanir hjá HS orku.

Fyrir liggur að helmingur tímans, sem fór all í vinda ofan af rafmagnsleysinu til fulls, sneru að því að hún hefði áhrif á aðalhluta kerfisisins í Svartsengi, og að það hefði ekki verið fyrr en þá sem böndin bárust að því svæði sem var rafmagnslaust í tiu tíma, sjálfri Grindavík.  


mbl.is Ekki ánægðir með sig eftir nóttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband