Táknrænt að muna ekki lengur eftir kjörorðinu "stétt með stétt."

Áratugum saman á síðustu öld byggði Sjálfstæðisflokkurinn um 40 prósenta fylgi sitt á því að reka ákveðna verkalýðsstefnu sem teygði sig inn í verkalýðshreyfinguna sjálfa og skóp áhrifamenn, sem komust á þing og til valda í nokkrum verkalýðsfélögum. 

Má nefna nöfn eins og Pétur Sigurðsson, kallaður Pétur sjómaður, Magnús Sveinsson, Sverri Hermannsson, Guðmund H. Garðarsson og Sverri Garðarsson. 

Tvö helstu kjörorðin, sem flaggað var óspart, voru "stétt með stétt" og "gjör rétt, þol ei órétt."

Eitt af sjálfstæðisfélögunum var miðað við launþegahreyfinguna og hét Óðinn. 

Áhrif Sjálfstæðisflokksins sáust víða; Þeir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn rétt fyrir stríð og rufu hin beinu tengsl, sem höfðu verið á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. 

Í borgarmálum rak meirihluti Sjallanna talsverða félagsmálastefnu og stóðu að stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Út á þetta héldu þeir meirihlutanum allt til ársins 1994 að undanskildum árunum 1978 til 1982.  

Nú er orðið svo langt síðan þessi pólitík var rekin að jafnvel þeir, sem eitthvað hafa rumskað við sér, vita ekki hvernig annað hinna tveggja slagorða var orðað og alls ekki neitt um tilvist hins.  


mbl.is Hugmyndin „Stétt fyrir stétt“ búin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimkapphlaupið: Spurt að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.

Fyrsta geimferð manns fyrir 60 árum var liður í kapphlaupi þáverandi risavelda, þar sem fyrsti áfánginn hafði verið ferð Sputniks með hund þremur árum áður, annar áfanginn ferð Gagaríns og lokaáfanginn lending Bandaríkjamanna á tunglinu 1969.  

Sovétmenn höfðu forskot í fyrstu og fyrsta geimferð Bandaríkjamanns var hálfgert djók miðað við ferð Gagaríns. 

En John F. Kennedy gaf út yfirlýsingu um að öflugasta efnahagsveldi heims myndi beita öllu sínu afli í að ná forystu á næstu árum, og við það var staðið með tunglferðinni 1969. 

Á þessum merka áratug var lagður grunnur að því ógnar kraðaki af gervitunglum, sem skotið var á braut um jörðu og eru grunnur að einhverri mestu hátækni vorra tíma á ótal sviðum. 

Með svokallaðri Stjörnustríðsáætlun, sem Ronald Reagan kynnti á níunda áratugnum og varð eitt mesta bitbeinið í samningaviðræðum hans og Gorbatsjof í Reykjavík 1986, komust yfirráð í geimnum á dagskrá, og Donald Trump orðaði stofunun sérstaks geimhers Bandaríkjamanna í forsetatíð sinni. 

Mars er augljóslega næstur á dagskrá, hvernig sem það á nú allt eftir að ganga. 

Þar glyttir í fjarlægt takmark; að menn geti búið á sjálfbæran hátt á annarri plánetu. 

Um það eins og þann hluta geimkapphlaupsins 1957 til 1969 gildir hið fornkveðna, að spyrja skal að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.  


mbl.is 60 ár frá afreki Gagaríns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband