150 hektarar eru 1,5 ferkílómetrar.

Það er viðburður að sjá hekturum breytt í ferkílólmetra í fréttaflutningi í fjölmiðlum og getur skortur á slíkri sjálfsagðri þjónustu staðið í vegi fyrir því að því frumskilyrði í fjölmiðlun sé fullnægt að veita sem bestar upplýsingar sem varpi ljósi á málavexti. 

Það er nefnilega talsverður munur á því að nefna eingöngu flatarmál í hekturum innanlands og ekki síður erlendis þar sem hin stóra tala hektaranna veldur því oft að flest fólk fær ekki hina minnstu hugmynd um umfang þess sem um er rætt.  

Það er engin afsökun fyrir fjölmiðlafólkið að segja að almenningur geti auðveldlega breytt risa hektaratölu í ferkílómetra með því að taka tvo tölustafi aftan af stóru tölunni. 

Ef þetta er svona auðvelt er þess meiri ástæða fyrir fjölmiðlafólkið, sem fjallar um þessi mál að breyta tölunum sjálft í upphafi; sjálfsögð þjónusta fyrir neytandann. 

150 hektarar sýnist nokkuð stór tala, en samsvarar þó aðeins einum og hálfum ferkkílómetra, sem er álíka stórt svæði og Reykjavíkurflugvöllur tekur. 

Meira en 20 ár eru síðan áhugamaður um ræktun hamps reyndi að koma þessari nýbreytni á framfæri, og virtist margt í því líta afar vel út og eiga erindi inn í þjóðarbbúskapinn.  

Fréttin með 150 hekturunum sýnir því frekar að það þurfi að bæta hressilega í við að koma hamprækt á framfæri heldur en að það fái rólegan framgang. 


mbl.is Ræktun á iðnaðarhampi fimmfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kviknaði aldrei í hestunum.

Meðan einkahesturinn var álíka draumur hvers almúgamanns og einkabíllinn varð síðar þurfti fólk og slökkviliðsmenn ekki að hafa miklar áhyggjur af því að það kviknaði í þeim. 

Síðan komu farartæki til sögunnar, sem voru knúin eldsneyti, með eldsneytisleiðslur, eldsneytisgeyma, brunahreyfla með brunahólf, sprengihreyfla  o. s. frv., og slökkvilið og almenningur aðlöguðu sig að þessum aðstæðum með því að finna upp eldvarnarbúnað og eldvarnarreglur. 

Með tilkomu sjónvarpsins kom nýtt tæki til sögunnar, sem á það til að springa með miklum látum, en engum hefur samt dottið í hug að banna sjónvarpstæki. 

Með almennri tilkomu rafmagns til húsahitunar og hvers kyns orkunotkunar í heimilistækjum og lýsingu hafa orðið þúsundir bruna með orsökinni  "talið er að kviknað hafi út frá rafmagni" en engum snillingi hefur samt dottið í hug að banna rafmagn. 

Um allt ofangreint gildir, að tekin er útreiknuð áhætta með notkun, og niðurstaðan notuð til þess að skapa notkunarreglur sem minnka hana. 

Nú stendur fyrir dyrum að skipta út rafhlöðum á ákveðnum fjölda af Hyondai Kona rafbílum og nefndar hrollvekjandi tölur um bruna í gölluðum rafhlöðum og ráð á meðan í hleðslu þeirra, sem komi í veg fyrir bruna. 

Brunatölurnar á heimsvísu eru býsna háar, en þó aðeins sjö í allri Evrópu og enginn ennþá á Íslandi. 

Enn í dag er rafbíl kennt ranglega um mesta bílastæðahúsbruna Norðurlanda fyrir tveimur árum, þegar hið sanna var að um ósköp venjulegan Opel Zaphira dísil var að ræða. 

Þegar tíðni bruna í rafbílum hefur verið könnuð hefur komið í ljós að bílar knúnir jarðefnaeldsneyti i tíðni.eru með hærri tíðni.

En aðrar eldvarnar- og slökkviaðferðir þarf að nota við rafbílana og það þykir bæði fréttnæmt og hrollvekjandi. 

Það er engin frétt að kvikni í venjulegum bílum, þvi að brunar í slíkum bílum hafa fylgt þeim frá upphafi eftir að þeir tóku við af hestunum, sem aldrei kviknaði í.  

Mun svo verða meðan eld, sprengingar, bruna og rafmagn þarf til að knýja þá. 


mbl.is „Eins og fallbyssuskot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband