Neyðartilvik; grundvallaratriði í flugi, sem vill gleymast.

Svonefnd öryggissvæði við enda flugbrauta er gott dæmi um þá hugsun í flugreglum, að ef það er rétt ályktun og nauðsynleg, sem flugstjóri verður að taka í neyðartilviki, geti verið nauðsynlegt að aðrar og minna nauðsynlegar reglur þurfi að víkja fyrir neyðinni. 

Frægt dæmi var sú ákvörðun Sullenbergers flugstjóra Airbus þotu sem fékk fuglahóp inn í hreyflana svo að þeir stöðvuðust og eyðilögðust skömmu eftir flugtak í New York , að nauðlenda frekar á Hudson ánni inn en að að beygja í aðra átt og lenda annað hvort á La Guardia flugvelli eða Teteboro flugvelli.

Í upphafi leit það illa út fyrir flugstjórann að hafa frekar lent á fljóti heldur en að lenda á flugvelli. 

Með eftirlíkingum af fluginu í flughermum kom í ljós, að hann hefði getað snúið við og lent farsællega. 

Málið snerist hins vegar alveg við þegar það kom í ljós vegna fyrirspurna flugstjórans, að það tókst ekki að gera þetta fyrr en eftir 19 tilraunir. 

Og það, þótt gert var ráð fyrir að ákvörðun væri tekin samstundis þegar fuglarnir eyðilögðu hreyflana, nokkuð, sem var ómögulegt að gera í aðstöðu flugstjórans. 

Þegar Patreksfjarðarflugvöllur var lagður niður var töluverðum fjármunum, á aðra milljón króna, varið til þess að skemma hann svo mikið að hann yrði örugglega aldrei framar lendingarstaður. 

Er þar um að ræða svipað og nú er gert á SV-NA braut Reykjavíkurflugvallar. 

Að sjálfsögðu þarf að merkja það vel ef völlur er tekinn af skrá, svo að flugmenn viti það. 

En það má setja spurningarmerki við það að viðkomandi mannvirki sé kyrfilega eyðilagt og þar með komið í veg fyrir það, að hann geti nýst í sannanlegri neyð. 

Hvað Patreksfjarðarflugvöll snertir ber að gæta að því, að margar flugvélar hafa bæði flugeiginleika og eru sérstaklega tryggðar til þess að lenda á stöðum sem samkvæmt skilmálum tryggingarinnar standast ákveðnar kröfur. 

 

 


mbl.is Ekki lengur flugbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband