Vetrarvertíðarlok og vinnuhjúaskildagi leiddu ömmu og afa saman.

Allt fram á okkar daga voru vertiðarlok á Suðurlandi 11, maí, en vinnuhjúaskildagi 14. maí. 

1918 fór afi, Þorfinnur Guðbrandsson, þá 28 ára, gangandi af stað úr Garðinum áleiðis austur á Síðu með vertíðarlaun sín til að afhenda þau húsbónda sínum og þiggja í staðinn húsaskjól og mat þar til næsta vertíð byrjaði 1919. 

Þannig hafði hans líf sem vinnumanns frá unglingsárum verið fram að því. 

Nú var komið skipið Skaftfellingur til sögunnar, sem flutti hann milli Vestmannaehyja og Víkur. 

í Eyjum kom um borð 22ja ára gömul stúlka, Ólöf Runólfsdóttir, sem var á svipaðri vegferð, úr vist í Eyjum austur til Svínafells í Öræfum þar sem hún hafði verið tekin í fóstur sjö ára gömul. 

Svo virðist sem þau Ólöf og Þorfinnur hafi fellt hugi saman um borð, því að þetta ferðalag milli Eyja og Víkur varð upphafið að sambúð þeirra meðan bæði lifðu. 

Í október gaus Katla og olli miklumm búsifjum og umróti í Skaftafellssýslu og Þorfinnur og Ólöf voru meðal þeirra sem fluttu til Reykjavíkur. 

Ofangreint er eitt af ótal dæmum um það hvernig dagarnir tveir, 11. og 14. maí, settu mrk sitt á þjóðlífið alveg fram til 1983, þegar farið var í það að koma á kvótakerfinu, sem gerbylti mörgu í sjávarbyggðum landsins, meðal annars því að nú hvarf sá ljómi sem verið hafði í kringum aflakónga landsins. 

Og vart þarf að geta alls þess sem fylgt hefur kvótakerfinu til okkar tíma. 


mbl.is Lokadagur liðin tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir réttum 80 árum: 16.maí 1941, einn af tímamótadögum þjóðarinnar.

Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944 en endanleg ákvörðun um það að stofna leggja niður konungsríkið og taka upp lýðveldi í samræmi við heimild til þess í Sambandslagasamninginn við Danmörku 1918 var tekin á Alþingi föstudaginn 16. maí 1941. 

Næsta skref var stigið 17. júní 1941 með stofnun embættis ríkisstjóra Íslands. 

Þessa vordaga var árið, sem öll helstu hernaðarveldi heimsins, að Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Japan meðtöldum drógust öll inn í stríðið. 

Við Miðjarðarhafið sóttu herir Þjóðverja fram á Balkanskaga og í Norður-Afríku, og Þjóðverjar voru á fullu við að undirbúa mestu hernaðarinnrás sögunnar í Sovétríkin sem brast á 22. júní. Japanir réðust á Pearl Harbour 7. desember. 

Á Íslandi stefndi í að Bandaríkjaher tæki við af Bretum í júní og tveimur dögum eftir yfirlýsingu Alþingis um komandi lýðveldi lögðu þýsku herskipin Bismarck og Prinz Eugen upp frá Gdynia í leiðangur og stærstu sjóorrusti stríðsins á Atlantshafi suðvestur af Íslandi. 

Ákvörðunin 16. maí varð endanleg, ekki spurning um hvort, heldur um stofunardag. 


Sá ræður miklu sem aðstæðunum ræður.

Það eru gamalkunnug sannindi að ekki er hægt að gefa hverjum þáttakanda í liðsheild einkunn og leggja síðan saman og fá getu heildarinnar út.  

Þetta gildir ekki bara um íþróttalið heldur líka kóra allt niður í dúetta. 

Þegar Jón frá Ljárskógum lést langt um aldur fram varð sjálfhætt hjá M.A. kvartettinum. 

Í honum voru fjórir ungir menn með fallegar raddir sem mynduðu alveg einstaklega góðan og auðþekkjanlegan samhljóm.  

Það var ekki aðeins að raddirnar blönduðust fallega saman heldur einnig hitt, að hin djúpa, silkimjúka og "breiða" rödd Jón líkt og klæddi allar hinar raddirnar inn í hljóm sem umvafði útkomuna. 

Þekkt er að hin bestu keppnislið hafa lent í því þegar þau leika við lið sem eru jafnvel á einu plani neðar í getu, að falla niður á það stig eða enn neðar, til dæmis í grófum leik.  

Sálræna hliðin er mikilvæg og jafnvel enn frekar að luma á leynivopnum í leikaðferðum. 

Frá upphafi stríðssigra Þjóðverja á árunum 1938 til síðsumars 1940 olli ekki stærð flugflotans mestu um árangurinn í Blitzkrieg, heldur sú alveg nýja og einstæða samhæfing og sambandstækni sem gernýtti getu þýsku vélanna til þess að verða að hluta af fótgöngu- og skriðdrekaliðinu. 

Þessi snilld miðaðist eingöngu við landhernað, enda var Hitler landkrabbi, sem aldrei hafði kynnst hafinu eða sjóhernaði. 

Þegar kom að innrásinni í Bretland hrundi þessi dýrð. Flugdrægni vélanna miðaðist við stuttar og snarpar árásir en alls ekki við lengra flug yfir Ermasundið. 

Í stað þess að Stuka-vélarnar væru þá mesta ógnarvopnið áfram, réðu þær ekkert við verkefni sín yfir Ermasundi og voru alveg dregnar út úr Orrustunni um Bretland vegna hrakfara. 

Vietnam stríðið er eitthvart besta dæmið um það þegar her, sem er frummstæður hefur betur í stríði við her, sem sá lang best vopnum búinn og öflugur á jarðarkringlunni. 

Ali vann marga bardaga sína með því að "boxa sitt box" og hafði líka lag á að gera hvaða hring sem var að heimavelli, eins og frægt varð í Rumble in the Jungle" 1974.  

 


mbl.is Þegar við spilum okkar leik erum við miklu betri en þeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband