Styrkja þarf línur og setja í jörð.

Langvinn tregða hefur verið við það hér á landi að seta raflínur í jörð á þeim stöðum þar sem það er lausn á vanda vegna truflana, ísingar eða umhverfisspjalla ofan jarðar. 

Hvað línuna frá landsnetinu vestur á Vestfirði varðar er vitað á hvaða stöðum og köflum á henni tíðustu og helstu bilanir verða, og er illskiljanlegt af hverju línan hefur ekki verið sett þar í jörð á þann hátt sem best og beinast hefur blasað við. 


mbl.is Orkumál á Vestfjörðum tekin til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær þróun er vanrækt og stunduð rányrkja í virkjunum Suðurnesja.

Það hefur verið áberandi í umræðunni um það sem kallað er "sjálfbær framtíð Suðurnesja" að skautað er framhjá því hvernig orkuöfluninni hefur verið háttað og er áfram háttað hjá gufuaflsvirkjununum á svæðinu. 

Við hefur blasað að nýting, sem nefnd er "ágeng nýting" hefur verið stunduð frá upphafi og um það vitna fjölmörg atriði, svo sem að engin not urðu fyrir eina af túrbínunum, sem keyptar voru, og virkjanasvæðið lækkaði um allt að 18 sentimetra fram til ársins 2017 og hugsanlega meira síðan. 

Sjór gekk á land í Staðarhverfi vestur oaf Grindavík. 

Grindavíkurbær gaf framkvæmdaleyfi til borana í Eldvörpum, sem eru með sameiginlegt orkuhólf með Svartsengisvirkjun, þannig að með Eldvarpavirkjun er einfaldlega verið flýta fyrir algeru orkufalli í lok þessarar rányrkju, sem langan veg frá því að fela í sér sjálfbæra þróun.

Með slíku háttalagi væri verið að hámarka þau óafturkræfu umhverfisspjöll, sem þarna yrðu unnin fyrir nýtingu gufuaflsins. 

Nú eru í stórfelld áform um landeldi á laxi sem dæmi um sjálfbærni Suðurnesja. 

Það er að vísu fagnaðarefni ef þetta verður ekki sjókvíaeldi, en spurningar vakna samt um hugtakið "sjálfbær þróun", sem þeir, sem mestu ráða um orkunýtingu hér á landi forðast að nota, heldur vefja umræðuna inn í annað og loðnara orðalag. 

 

 


mbl.is Beint: Sjálfbær framtíð Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á fallhlifarmanninn í bardaga Holyfields og Bowe.

Atvikið á leik Þýskalands og Frakklands í gær var eins misheppnað, vanhugsað og ófrumlegt hættuspil og hugsast gat í ljósi þess að sams konar atvik í öðrumm heimsmeistarabardaga Evander Holyfields og Riddick Bowe 1993 var álíka misheppnað; raunar víti til varnaðar. 

Fallhlífarmaðurinn hér um árið flæktist í köðlunum og bardaginn tafðist í alls 21 mínútu.

Í ljósi þessa atviks 1993 er furðulegt að nokkrum skyyldi detta í hug að endurtaka vitleysuna.  


mbl.is Slasaði áhorfendur með glórulausu athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband