Yndislegt dæmi um áráttuna að hjóla í manninn en ekki boltann.

Hringlandinn sem varð á Alþingi í dag í atkvæðagreiðslu um léttvæga breytingartillögu frá Jóni Þór Ólafssyni er yndilegt dæmi um það hve langt hinn frægi skotgrafahernaður í þingstörfum getur leitt menn.   

Svo er að sjá að þegar þetta er stundað mikið getið það orðið að vana að hjóla í mannninn en ekki boltann. 

Atvikið minnti á það sem gerðist í lagi þeirra Halla og Ladda hér um árið þegar Laddi var að telja þá, sem komu fljúgandi út úr slagsmálum á kránni; "eeeinn - tveeeir - þriiiír.." og Halli kom fljúgandi út og hrópaði: "Hættu að telja, þetta er ég!!"


mbl.is Hættu við að fella breytingatillögu Jóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6 prósent hrökkva skammt.

Í frétt um sölu nýrra fólksbíla í maí hér á landi er sagt, að 6 prósent þeirra hafi verið hreinir rafbílar. Invikta og Tazzari

Heldur fleiri, 9,1 prósent, eru þeir bílar sem flokkast sem tengiltvinnbílar, en það er algerlega háð notum eigendanna, hve mikið rafknúni parturinn af akstrinum er nýttur. 

Mjög verður að telja vafasamt að flokka tvinnbíla með enga tengilmöguleika, sem nýorkubíla, því að ávinningurinn af notkun þeirra varðandi kolefnissporið er ekkert meiri en ef keyptir eru dísilbílar af svipaðri stærð. 

16 prósent innfluttra bíla voru tvinnbílar án tengilmöguleika, en tæknilega ómögulegt er að setja innlenda raforku á þá, heldur er orka aðkeypts bensíns á bensinknuínn hreyfil bílsins eingöngu notuð til þess.   

Síðan er alveg ótalinn sá ávinningur sem getur verið af því að laga samsetningu bílaflotans betur að þörfinni fyrir akstur hentugra ökutækja af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem í borgarakstri. 

Nú er í gangi gríðarleg gerjun í gerð mjög fjölbreyttra farartækja á því sviði, svo sem tveggja sæta rafbílum, en laga þarf umhverfi opinberra gjalda og trygginga að breyttri samsetningu bílaflotans hjá einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum. 

Vitað er um fjóra álíka stóra tveggja sæta rafbíla, sem fluttir hafa verið inn til landsins, tvo Tazzari Zero og tvo Invikta S2, og er sá nýrri, Invikta, sá hærri á þessari mynd.

Þessir bílar hafa nóg farþega-, farangursrými og önnur þægindi fyrir tvo, ná 90km/klst hraða og drægnin við íslenskar meðalaaðstæður er 110 kílómetrar fyrir Invikta en 90 km fyrir Tazzari samkvæmt athugunum síðuhafa. 


mbl.is 152% aukning bílasölu í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband