22.6.2021 | 23:13
Let it be done! Mission and fun! Kraftur! Landvernd! Cyclothon!
Frátt er jafn hrífandi og rífandi upp stemningu og að horfa á stórbrotna hjólreiðakeppni eins og Síminn Cyclothon. Að þessu sinni verður safnað áheitum til Landverndar, en mörg önnur góð málefni eins og Kraftur eru líka á þeirri dagskrá.
Á facebook síðu minni i dag er tónlistarmyndbandið "Let it be done!" sem er hvatningaróður með uppruna í aðdraganda umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París 2015, en einnig með tilvísun í "Fighting spirit and fun!"
LET IT BE DONE!
Framfarasporið!
Let it be done! Come on, let´s have fun
on a journey to a fight, that must be won!
We are the generations that start cleaning up the earth!
We are the generations that shall give new vision birth
spurting over obstacles up every slope and hill
with ever groving endurance and strength and faith and will!
With power from clean energy we light the brightest beam!
With power from our deepest hearts because we have a dream!
By using all our wit and guts we sweep through storm and rain
to undertake enourmous task defying weariness and pain!
Let it be done! Fighting spirit and fun!
Bicycles on the run!
Father and mom! Daughter and son!
Electric bikes for everyone!
Inevitable energy exchange!
Across the ocean, over valleys, thundering through the sky
to promised land of love and peace our minds are flying high!
Sustainable developement shall prosper everywhere
from the seabeds over continents up through the atmosphere!
We are the rangers, pledged to save the nature of the earth!
We are the generations that shall give its life new birth!
Let´s rins the water, clean the air to give us healthy breath,
fighting for environment against it´s bitter death!
Let it be done! Come on, let´s have fun!
El-cars are on the run!
Father and mom, daughter and son!
Solarcars on the run!
Mission and fun!
Love and peace for everyone!
When the battle is won!
Food and health, said an done!
Human rights for everyone!
Life on earth on the run!
Let it be done!
![]() |
Farin af stað í Cyclothon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2021 | 13:07
Ómetanlegt athvarf fyrir vítt svið menningar. Brýnt að opna að nýju.
Í umræðum um lokun Hannesarholts undanfarna daga hefur réttilega verið tekið sterkt til orða varðandi gildi hússins fyrir tónlistarfólk. Og það er neýðarlegt ef lagatæknileg atriði eins og rekstrarform verða látin ráða því að þetta þjóðþrifastarf leggist niður í stað þess að fá styrk á jafnréttisgrundvelli.
En það eru miklu fleiri en tónlistarfólk, sem verða fyrir miklum missi, því að í þessum húsakynnum því að þarna hafa verið fluttir fyrirlestrar, haldin málþing og líka verið sýndar kvikmyndir.
Gott dæmi um það voru vel heppnaðar kynningar með blönduðu efni, sem Andri Snær Magnason hélt þarna í aðdragandanum af vinnu hans við hina stórkostlegu bók um Tímann og vatnið.
Auk bókarinnar gat Andri Snær þróað þessa kynningar í Hannesarholti til frábærs flutnings í Borgarleikhúsinu.
![]() |
Gríðarlegur missir fyrir íslenskt tónlistarfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2021 | 10:02
Stöðugt og meira þunnfljótandi hraunflæði getur síðar ógnað fleiru.
Frá upphafi gossins í Fagradalsfjalli heur hraun streymt stanslaust beint upp af allt að 17 kílómetra dýpi til yfirborðsins, og í nýjasta fasa þess óstöðvandi straums hefur hraunið orðið meira þunnfljótandi en áður.
Þegar síðuhafi fór í sérstaka ferð suðureftir, allt til Ísólfsskála, viku áður en gosið hófst, varð afraksturinn myhdasyrpa, tekin í átt til þá hugsuanlega komandi hraunflæðis, sem átti að sýna það, sem raunverulega blasti við: sú leið sem hraunstraumur gæti komið eftir ef gosið drægist á langinn.
Nokkrar myndanna birtust þá hér á síðunni.
Á efstu myndinni er horft til suðurs í átt til Svartsengis og Bláa lónsins,sem eru norðan Þorbjarnarfells, hægra megin við veginn. Fagradalsfjall er í fjarskanum vinstra meginn við veginn.
Það þýddi að orkuverið í Svartsengi, Bláa lónið og síðar Grindavík sjálf gæti staðið frammi fyrir ógn sem bregðast þyrfti við. Þetta eru gríðarleg verðmæti.
Til samanburðar má nefna að Surtseyjargosið stóð í þrjú og hálft ár og frá upphafi Kröfluelda liðu tæplega níu ár. Það má alveg líta á Kröfluleda sem níu aðskilin gos með bili á milli þar sem lokaniðurstaðan varð 35 ferkílómetra hraun, tíu sinnum stærra en Fagradalshraunið er nú.
Það er því heldur betur verk að vinna fyrir aðgerðahópinn, sem hefur í raun birt ofangreinda stöðu.
Á miðmyndinni er horft frá Suðurstrandarvegi norðan við Ísólfsskála í átt til þess svæðis þar sem hraunið stefnir nú í átt að veginum.
Og næstneðsta myndin var tekin af eyðibýlinu Ísólfsskála viku fyrir upphaf gossins, og er bærinn vinstra megin við veginn.
Á neðstu myndinni er horft til austurs, og væntanlegt hraunrennslissvæði er vinstra megin við Suðurstrandarveginn.
![]() |
Suðurstrandarvegur getur lokast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)