Skyldi kvikna önnur saga um eldfiman rafbíl?

Í viðtengdri frétt á mbl.is af skæðum og örsnöggum bílbruna á Vatnsskarði í kvöld er þess ekki getið hvort um rafbíl var að ræða. 

Svipað gerðist fyrir rúmum tveimur árum þegar kviknaði skæður eldur í bíl í stóru bílastæðishúsi í Stavanger í Noregi og úr varð mesti bílahúsbruni á Norðurlöndum. 

Af því að ekkert var getið um það hvort bíllinn var rafbíll kviknaði sú saga og fór sem eldur í sinu um Norðurlönd, að hér hefði verið um rafbíla að ræða; svona hættulegir væru þeir og erfiðir viðfangs. 

Næstu tvo sólarhringana hrönnuðust upp afleiddar sögur af tífalt fleiri og verri brunum í rafbílum, og einnig mikið gert úr neyðaráðstöfunum´og æfingum slökkviliðsmanna vegna rafbílabruna hér á landi og erlendis.  

Þótt í ljós kæmi að bíllinn sem olli brunanum hafði verið gamall Opel Zaphira dísil, hefur hryllingssagan haldið lífi allt til þessa dags, meira að segja í sjónvarpsþætti. 

Þess vegna þyrfti það ekki að koma nenum á óvart þótt rafbílabruni fengi flug núna, jafnvel í tvö ár. 

Litlu skiptir þótt sagt sé að þetta sé jeppi, því að núna eru nær allir bílar skilgreindir sem jeppar hjá bílaumboðunum. 

Til gamans má upplýsa, að Þjóðverjar tala sjaldan um dísilbíla eins og Zaphira, heldur nota þýska orðið "selbtunder", sem í íslenskri þýðingu útleggst "sjálfsíkveikjubíll."


mbl.is Engin slys á fólki er bíll varð alelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband