Nútímafólk gæti líka komist í kallfæri við tvo gamla vegi í Kömbunum.

Þegar ekið er um Noreg vekur athygli hve naskir frændur okkar eru að gera sér mat úr gömlum leiðum, vegum og öðrum mannvirkjum, sem búið er að leggja af, en gefa færi á að ferðamenn upplifi forna og horfna tíð. Kambabrún. Friðrik 8 og Hannes Hafst

Eitt fjölmargra dæma er gamli fjallvegurinn um Strynefjall á vesturströndinni, sem býr yfir mörgum víðfrægum útsýnisstöðum á borð við Prédikunarstólinn inn af Stavangri. 

Málverk af Friðriki áttunda konungi Íslands og Danmerkur og Hannesi Hafstein ráðherra að ríða í Íslandsför sinni 1907 upp efstu brekkuna í Kömbunum er gott dæmi um það, að strax á þeim tíma höfðu íslenskir ráðamenn nef fyrir því, sem vert væri að sýna og sjá hér á landi. konungsvegur-26-1

Og vel mætti setja þessa mynd og aðra mynd, ljósmynd af fylgdarliði konungs á leið þarna upp eftir vegi, sem bjóða mætti til afnota fyrir ferðamenn á hestum eða Ford T. 

Utan við nýjasta veginn eru enn tveir eldri vegir, sem hlykkjast niður þennan gamla farartálma og bíða eftir þvi að verða gerðir upp eins og svipaðir vegir í Noregi til þess að gefa nútímafólki kost á að lifa sig inn í aðstæður og tíma forfeðra og formæðra okkar. 

Gamla útsýnisskífan á brekkbrún eldri veganna stendur á besta staðnum í Kömbunum vegna betra úsýnis yfir stærri hluta Suðurlandsundirlendisins en gefst á núverandi leið. 


mbl.is Sviflína í Kömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvélum var flogið út í Surtsey og lent þar.

Þótt Surtsey væri og sé enn friðuð vegna nýsköpunar náttúrunnar, sem hún er, var samt óhjákvæmilegt að vísindamenn færu þangað út til að að nota þann einstaka rannsóknamköguleika í líffræði og jarðfræði, sem hún bjó upp á. 

Á löngu tímabili var Árni Johnsen þar við mælingar á vegum vísindamanna og fékk á tímabili viðurnefnið Surtseyjarjarl. 

Gúmbátar voru talsvert notaðir og mörgum árum síðar fór Árni með okkur Guðlaug Friðþórsson út í eyna. 

Á leiðinni til baka var farið að kula og komin ágjöf á gúmbátinn. Guðlaugur sat í stafni á skyrtunni einni, og af því að ég var jafnan með svonefndan hrakfarapoka með í förum með helstu hlífðarfötum, bauð ég Guðlaugi lopapeysu og fleira af gnægð pokans. 

Þá kom þetta Íslendingasagnasvar:  "Takk fyrir, en ég þarf þess ekki; hef lent í svipuðu áður."

Og sat áfram á skyrtunni og lét pusa yfir sig. 

Á tímabili rannsókna var farið með hluta af vistum og mælitækjum á lítilli tveggja sæta Piper Super Cub út í eyjuna og lent á litlum sandtanga á henni norðanverðri. 

Þórólfur Magnússon fór flestar þessara ferða, en síðuhafi hljóp í skarðið fyrir hann. 

Löngu seinna lenti ég Cessna Skylane einn um borð á tanganum góða, sem var þá aðeins um 60 metra langur. 

Það var stíf norðaustanátt með 35 hnúta vindi og gekk lendingin vel. Þess var gætt að hafa algert lágmark eldsneytis um borð og ekkert lauslegt nema flugmanninn.  

En síðan fór að lægja snögglega og leit á tímabili út fyrir að ég yrði innlyksa með vélina. 

Mjög erfitt var líka fyrir einn mann að snúa henni til að aka henni til baka að flugtaksstað og snúa henni þar að nýju upp í vindinn. 

Flugtakið var tæpt, því að ekki yrði aftur snúið um leið og komið færi af stað í hinu örstutta flugtaksbruni þar sem treyst þyrfti því að vindurinn dytti ekki niður. 

Síðan var ákvörðunin tekin og vélin þurfti alla brautina en rétt slapp í loftið, en á afar tæpan hátt.  

Eitt magnað augnablik ríkti efinn, en þá kom skyndilega góður gustur á móti og vélin beinlínis klifraði upp á endann. 

Frá þessu er sagt í ævisögu Emils Björnssonar fréttastjóra. 


mbl.is Gisti í tjaldi við gosið í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband