Aldarfjórðungs gamalt samtal um hernað 21. aldarinnar í fullu gildi.

Nú er að koma í ljós afbrigði af því fyrirbrigði, sem mun lita 21. öldina öðru fremur: Síharðnandi stríð mannsins við sýkla og veirur. 

Því var lýst fyrir síðuhafa í 40 mínútna flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir um 25 árum þegar ungur læknir, Karl Kristinsson, greindi mér frá helsta atriðinu, sem hann hefði lært í sérfræði sinni sem læknir, þ. e. sýklafræði.  

Hann lýsti fyrir mér því eilífa og harðnandi stríði sem menn myndu þurfa að heyja inn í 21. öldina við æ öflugri og hættulegri veirur.

Þetta væri kapphlaup upp á lif og dauða í bókstaflegri merkingu við fjólónæma sýkla og sífellt illskeyttari veirur sem nýttu sér stökkbreytingar og andvaraleysi manna til þess að verða smám saman svo harðsnúnar, að í mörgum tilfellum myndu lyfin byrja að drepa hýslana, það er mennina á undan hýslunum. 

Sigurfögnuðurinn í COVID-19 stríðinu, sem var aðeins mánaðar gamall, en breyttist í tímabundinn ósiur, hefði í ljósi þessara grundvallaratriða ekki átt að kona á óvart. 


mbl.is Segja vörn Pfizer gegn smiti versna hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband