Hitinn varð hæstur á hálendinu og í nágrenni þess í dag.

Spáin um að hæsti hitinn á landinu í dag gæti orðið inni á hálendinu rættist að mestu. 

Hitinn fór í 22 stig á Hveravöllum, en hæstur mældist hann reyndar í Húsafelli á hádegi, 24 stig, enda er Húsafell ansi langt inni í landi og langt frá sjó. Þegar leið á daginn olli uppstreymi heita loftsins yfir miðju landinu því að svöl gola eða kaldi lögðust frá ströndinni inn í átt til miðju landsins og hálendisins. Eyjar 3.7.21

Að meðaltali er hiti um 4 til 5 stigum minni á hálendinu en niðri við sjávarmál. 

En þegar sólin skín á svarta sanda þess á heitum sumardögum, getur þetta snúist hressilega við. 

Þannig var hitinn 20 stig á Hvanneyri um hádegi, en fór síðan lækkandi eftir því sem kalda hafgolan úr vestri barst upp í Reykholtsdal og Hálsasveit. 

Á leið á bíl þessa leið var ekið undan vindi í dag, en þegar ferðinni var haldið áfram norður yfir Holtavörðuheiði undir kvöld, blés köld stinnigsgola norðan úr Hrútafirði á móti bílnum og gamalkunn og köld norðangolan norðan frá Húnaflóa lék um gesti í áfangastað í Staðarskála.

Stemningin í Vestmannaeyjum síðdegis í gær, og á myndinni hér að ofan sést aðeins hluti þess fólks sem safnaðist saman í miðbænum til þess að skapa stemningu, sem Björgvin Halldórsson myndi kannsk segja að væri "svo mikið erlendis."  


mbl.is Hiti gæti mælst hæstur á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara enn meira spennandi að fá ófyrirsjáanlegar sveiflur í eldgosinu.

Eldgosið í Geldingadölum var stórglæsilegt í nótt, mikil ólga í gígnum og hraunflæðið mikið og magnað úr honum.  

Að sumu leyti kann það að virðast óþægilegt að virknin skuli ýmist detta alveg niður eða gjósa upp í hæðir, en þetta gerir gosið bara enn meira spennandi fyrir ferðamenn, og þar að auki aukast líkur á því að ferðalag þeirra verði lengra og gefi meira af sér í tekjur fyrir þjóðina, sem hefur með þessu gosið fengið enn eina tekjulindina af þessu tagi upp í fangið, Eyjafjallajökul 2010, Grímsvötn 20111, Holuhraun 2014-2015 og nú þetta. 

Öll þessi eldgos þar að auki hvert öðru ólíkara.  


mbl.is „Það er líf!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóðbært frá stórri þotu í logninu?

Það var aldeilis einstakt veður núna síðla kvölds á leiðinni frá Vestmannaeyjum um Landeyjahöfn til Reykjavíkur. 

Stafalögn og heiðrikja en mikið mistur, svo að kvöldsólin settist í norðvestri eins og eldrauður hnöttur. 

Þegar litið var til Eyjafjallajökuls um klukkan ellefu stóðu Goðasteinn og tindur fjallsins mjög skýrt upp í sólarbirtuna og í sömu svifum birtist stór fjögurra hreyfla þota þar yfir og stóðu gufstrókarnir tignarlega aftan úr hreyflum hennar. 

Að öðru leyti ríkti fágæt kyrrð yfir öllu Suðurlandi og ekki blakt strá i vindi. Setið var inni í bíl á ferð þegar þessi sjón sást, og því ekkert óeðlilegt ekkert óvenjulegt heyrðist innan úr bílnum. 

Þar að auki virðist svo að vitnisburðum að þessi hávaði hafi ekki heyrst alls staðar, þótt hann heyrðist víða. 

Síðuhafi upplifði það fyrir rúmum fjógurm áratugum ásamt fleirum, sem þá voru staddir í eyjunni Knarrarnesi undan Mýrum, í stafalogni og heiðríkju, sem ríkti um allan Faxaflóa, að stór risaþota flaug í mikilli hæð beint yfir eyjuna til vesturs, og að heyra mátti þotuhvininn frá henni greinilega og eftirminnilega. 

Þess ber að gæta að 35-40 þúsund feta flughæð er ekkert sérstaklega hátt frá jörðu, beint undir flugferlinum, aðeins 10-13 kílómetrar. 

Frægt varð árið 1934 þegar gamall maður heyrði ásamt fleirum, sem staddir voru á Jökuldal, miklar drunur í suðvestri. 

"Þar hljóp hann" sagði sá gamli. 

"Hver?" spurðu menn. 

"Brúarjökull" svaraði sá gamli.

"Af hverju heldurðu það?" var spurt. 

"Af því að þetta sama heyrðist 1890 þegar hann hljóp", svaraði sá gamli. 

Hann reyndist hafa rétt fyrir sér og þessar drunur bárust 50 kílómetrar vegalengd. 

Niðurstaða: Er hægt að útiloka að drunurnar, sem heyrðust á Suðurlandi seint í kvöld hafi komið frá þotunni stóru, sem flaug við hljóðbær skilyrði yfir Eyjafjallajökul og vestur yfir Suðurland um ellefuleytið?

 

 

'

 

 

 

 

2


mbl.is Miklar drunur á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband