Það er ekki "eins og", heldur gildir, að það ER stórviðburður á Íslandi.

Í viðtengdi frétt er sagt að það sé eins og að stórviðburður hafi verið í borginni síðastliðinn sólarhring. 

En á ferðalagi mestallan hringinn um landið síðan á miðvikudag, allt frá Vestmannaeyjum um Þjóðveg eitt norður til Akureyrar, austur á Egilsstaði, upp á hálendið síðan væntanlega suðurleiðina til Reykjavíkur gildi miklu frekar að segja að það ER stórviðburður um allt land, einhvers konar jól og áramót um mitt sumar með fágætu hátíðarveðri og... 

 

Það er eins og allt þurfi að gerast hjá öllum í einu

og enginn megi því vera að neinu

og allir þurfi að gera allt allsstaðar,

en geti það ekki allt i einu neins staðar. . 

 

Svona ástand á sér varla hliðstæðu nema ef vera skyldu stríðslok á borð við þau sem voru haldin með látum 1945. 

Enda er afnám alls þess allsherjar stríðs, sem háð var við COVID með ótal aðgerðum, sem nú hurfu svo skyndilega, ígildi styrjaldar á heimsvísu jafnt sem í hverju landi fyrir sig.  


mbl.is Eins og stórviðburður hafi verið í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt orðaval að tala um móðuharðindi.

Þegar talað er um móðu af völdum eldgosa kemur heitið móðuharðindi stundum fram hjá fólki i ræðu og riti.  

Það er að vissu leyti skiljanlegt en hins vegar alveg fráleitt í öllum samanburði við eldgosamóðu í gosum eftir 1783.  

Að ekki sé talað um það, að þegar Viðreisnarstjórnin á sínum tíma kom í framkvæmd miklum endurbótum og tilslökunum sögðu sumir stjórnarandstæðingar að í þeim fælist fyrirbrigðið "Móðuharðindi af mannavöldum."

Skoðum helstu tölur varðandi Skaftáreldana:  Fjórðungur þjóðarinnar dó af völdum harðindanna og yfir 70 prósent alls búsmala. 

Á leið frá Vestmannayjum um Borgarfjörð austur á Brúaröræfi hefur verið fróðlegt að sjá hin fjölbreyttu tilbrigði lofthjúpsins yfir Íslandi; allt frá heiðríkjusvæðum hér og þar og yfir í mikið mistur og niðaþoku sums staðar.

Þessi móða er samt ekki neitt neitt miðað við mestu harðindi´Íslandssögunnar. 


mbl.is Gosmóðan líklega á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband