Að koma eða koma ekki, getur það verið málið?

Stundum getur það komið fyrir, að með því að koma eða dvelja áratugum saman oft á ári á einhverjum stað, haldi maður að hann þekki þennan stað út og inn á alla lund. 

Þannig háttaði það til í Vestmannaeyjum í hálfa öld með óteljandi heimsóknum, svo sem á sjómannadaginn, þjóðhátíð, héraðsmótum, Sumargleðinni og í gerð fjölda frétta og sjónvarpsþátta. 

 

 


Alveg ný sýn á eldgos

Í meira en ellefuhundruð ár hafa Íslendingar vanist þeirri hugsun að verði eldgos verði þau sem allra styst og minnst. Ástæðan er einföld, venjulega valda eldgos því meira tjóni sem þau eru lengri og stærri. Nú kemur til skjalanna ný tegund af eldgosi sem er mjög lítið og leit út fyrir að geta stöðvast hvenær sem var.   En þá átta menn sig á því að ef þetta gos hefði t.d. stöðvast fyrir nokkrum dögum, var gildi þess fyrir ferðaþjónusta miklu minna en ella.

En úr því sem komið er myndu tekjur af þessu gosi verða mestar ef hraunið yrði svo vinsamlegt að stöðvast við Suðurstrandarveg  án þess að renna yfir veginn.  Þá gætu ferðamenn verið með nýrunnið hraun alveg við bílastæðið án þess þau skemmdust.  Hvað gróðurskemmdir varðar þá hefur þetta svæði verið mjög illa leikið af sauðfjárbeit um langa hríð.  Þannig að tjónið að því leyti til er miklu minna en búast mætti við.


mbl.is Hraunið renni undir eldra hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband