Óreiðan er verst í akstri á rafskútum.

Rafskútur hafa reynst þarfaþing hér á landi sem annars staðar, en sögur frá Noregi um óreiðukenndan akstur og notkun þeirra eiga því miður of margar samsvaranir hér.rafskútur í Ósló

Sumir aka þeim gersamlega án þess að virða hið minnsta eðlilegar umferðareglur, ljóslausir í myrkri og rökkri, hjálmlausir, jafnvel tveir til þrír á skútu og þeysandi þvers og kruss um gangstéttir og götur á móti rauðum umferðarljósum og öðrum umferðarmerkjum.  

Af þeim sökum er oft sköpuð slysahætta þegar þessi hljóðlátu tæki birtast skyndilega eins og skrattinn úr sauðaleggnum og skjótast í veg fyrir aðra í umferðinni nánast hvar sem er og í hvaða átt sem er. 

Þessi nýju samgöngutæki eru alltof nytsamleg til þess að vera meðhöndluð á þennan hátt með þeim afleiðingum, sem nú má sjá dæmi um í nágrannalöndunum, svo sem í Færeyjum og Noregi. 


mbl.is Læsa 15.000 rafhlaupahjólum í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna opnast ný leið.

Árangur Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna er tímamótaviðburður í íslenskri knattspyrnu og opnar nýja leið í íþróttiinni, sem fáir hefðu þorað að láta sig dreyma um fyrr á árum.  

Í Breiðabliki var lagður grunnur að þessu í upphafi kvennaboltans hér um árið, systurdóttir síðuhafa, Margrét Ólafsdóttir, var meðal burðarása liðsins og landsliðskona að auki hægt að vera stoltur af henni. 

Þarna liggur framtíðin í uppbyggingu knattspyrnunnar almennt hér á landi, og horfurnar eru afar spennandi. 


mbl.is Geggjað að taka þátt í að skrifa söguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rými fyrir hvern bíl í bílastæði er 12,5 fermetrar, en hvert hjól 2 fermetrar.

Japanir eru sú þjóð sem fyrst gerði sér grein fyrir því til fulls hvert virði var fólgið í því rými sem farartæki taka í umferðinni.

Fyrir um hálfri öld tók þeir upp miklar ívilnanir í gjöldum á þá bíla sem voru styttri en 3 metrar og mjórri en 1,3 metrar og voru þeir nefndir kei-bílar. 

Síðan 1999 hafa þessar tölur verið 3,40 metrar á lengd og 1,48 metrar á breidd. Slíkur bíll er álíka langur og Toyota Aygo, Citroen C-1 og Peugeot 108 eru. 

Þegar nútíma kei-bílar eins og Daihatsu Cuore eru skoðaðir kemur í ljós að innanrými fyrir fjóra fullorðna í þeim er eins mikið og í mörgum miklu stærri millistærðarbílum, en rýmið sem þessir kei-bílar taka á götum og bílastæðum er 5 fermetrar nettó á sama tíma og einn pallbíll á borð við Toyota Hi-lux þarf tvöfalt meira nettórými. 

Munurinn verður enn meira sláandi þegar bornir eru saman bílar og hjól. 

Bílastæði fyrir bíl er 12,5 fermetrar en hjól, t.d. léttbifhjól í flokki A1 ("vespa") þarf fimm sinnum minna rými. Rými kostar peninga á margan hátt, svo sem í malbiki bílastæða og gatna. 

Auðvelt væri að setja hvetjstandi löggjöf ívilnana fyrir farartæki sem miðast við það hve rúmfrek þau eru.  


mbl.is Stæði fyrir 550 bíla og 100 hjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband