82ja ára bylting í bílaiðnaði sækir enn á.

Rétt áður en Seinni heimsstyrjöldin skall á hóf GM að bjóða upp á sjálfskiptingu í Oldsmobile bílum sínum. Hún nefndisg Hydra matic og sló svo í gegn, aö sumir keppinautarnir lendu í vandræðum og neyddust jafnvel til að kaupa sjálfskiptingar af GM fyrir bíla sína. 

Upp úr 1950 bættust vökvastýri og vökvastýri við, og þetta þrennt, sjálfskipting, vökvastýri og vökvahemlar skópu byltingu hvað varðaði það að laða konur að því að aka bílum. 

Beinskiptir bílar hafa þó haldið velli síðan, vegna þess að vera ódýrari og einnig vegna þess að skila aflinu betur í höndunum á snjöllum ökumönnum. 

Fyrir 60 árum kom ný tegund sjálfskiptingar, CVT reimaskipting til sögu í hollenska bílnum DAF, og framundan var tími, þar sem þessi tegund var þróuð. 

Hún hafði það fram yfir sjálfskiptingar þess tíma að vera alveg þrepalaus, en þrepin voru lengi aðeins tvö eða þrjú í sjálfskiptingum og gerðu bílana bæði eyðslufrekari og ekki eins snarpa í upptaki. 

Nú orðið er CVT-skiptingin orðin nær einráð á á öllum léttbifhjólum, og snerpa þeirra gefa beinum skiptingum ekkert eftir nema síður sé. 

Þar að auki hafa venjulegar sjálfskiptingar verið í stöðugri þróun og núna er hægt fá slíkar skiptingar með allt að tíu hraðaþrep og mikla nýtingu afls. 

Nú er sótt úr enn fleiri áttum að beinskiptingunni en fyrr unmeð örru fjölgun rafknúinna og vetnisknúinna bíla og þegar litið er yfir sviðið er auðséð, að hin "gamla og góða" gírskipting hlýtur að verða að víkja af mörgum ástæðum.  

Erfitt er samt að sjá að í rallakstri deyi notkun hennar út. 

En í öllum öðrum akstri er ljóst að sjálfskipting er mikið öryggisatriði, því að hún léttir álagi af bílstjórum þegar aksturinn verður krefjandi og vandasamur. 

Sem dæmi frá gamalli tíð má nefna gamlan leigubílstjóra í Reykjavík, sem varð þekktur fyrir að lenda í fleiri árekstrum en flestir, þannig að bíll hans bar þess áberandi merki árum saman þegar erfitt var að fá varahluti á stríðsárunum og síðar vegna gjaldeyrisskorts. 

Þegar hann fékk sér nýjan sjálfskiptan bíl 1955 brá svo við að árekstrarnir hurfu alveg og framundan var áfallalaus akstur langt fram eftir aldri. 


mbl.is VW hætta framleiðslu beinskiptra bíla árið 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvæntur tímamóta heimsviðburður í beinni útsendingu um alla jörð.

11. september 2001 voru bandarísku sjónvavrpsstöðvarnar fljótar að koma á beinni útsendingu frá Manhattan í New York af heimsviðburði. Milljarðar manna gátu fylgst með honum í mörgum heimsálfum. 

Síðuhafi var staddur í Kaupmannahöfn þegar einn sonanna hringdi frá Íslandi þar sem hann horfði á vettvang árásarinnar á New York og á Amager var hægt að fara inn á veitingastað og horfa líka á. 

Hitt vissum við ekki að bróðir þess sem hringdi hafði átt pantað flug frá Boston en misst af vélinni. 

Nýr heimsveruleiki blasti við þar sem fjölskylda, stödd í þremur löndum, gat fylgst með sama viðburðinum, sem snerti alla. 

Ellefti september 2001 breytti heiminum og fyrir nokkrum dögum fór síðasti hermaðurinn, sem sendur var í stríð fyrir tuttugu árum, frá stríðsvettvangi í Afganistan eftir lengsta stríð, sem Bandarikin hafa háð og tapað.  


mbl.is Vendipunktur í veraldarsögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband