12.1.2022 | 15:58
Svipaður malbiksflötur samtals og á Keflavíkurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur er gríðarstórt samgöngumannvirki með tveimur 30 metra breiðum flugbrautum sem eru þrír kílómetrar hvor á lengd, eða alls sex kílómetrar.
Akbrautir og flughlöð þekja annað eins.
Það er til marks um stærð hins nýja kafla Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, að við fljótlega athugun virðist flatarmál malbikaðs yrirborðs þessarar framkvæmdar álíka mikil og flatarmálsins á Keflavíkurflugvelli og gefur þetta ákveðna hugmynd um það hve mikil þessi framkvæmd er.
Malbikun Suðurlandsvegar á árunum í kringum 1970 var samt mun meiri samgöngubót vegna þess að malarvegurinn, sem leystur var af hólmi, var frá hestvagnaöldinni að mestu, óupphleyptur, lokaður vegna snjóa stóran hluta vetrar og lá í krokum framhjá Svínahrauni, í lágum lautum á Hellisheiði og bröttum beygjum niður Kamba.
Hann var þar að auki hlutfallslega mjög dýr miðað við þáverandi þjóðartekjur.
![]() |
Breikka bundið slitlag á fimmtíu ára afmælinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2022 | 10:05
Er Askja til alls vís? Það á við um nokkrar eldstöðvar núna.
Askja er eldstöð, sem best er að hafa gætur á. Þótt Öskjugosið stóra 1875 hafi verið sér á parti hvað stærð snertir miðað við önnur gos þar síðustu aldirnar, er eins gott að hafa alla mæla þar í góðu lagi á þeim tíma sem land rís þar af völdum undirliggjandi kviku.
Fleiri eldstöðvar eru líklegar þessi misserin, Grímsvötn, Hekla og Bárðarbunga gott dæmi, auk þess sem Reykjanesskaginn hefur vaknað eftir átta alda hlé.
![]() |
Skjálfti upp á 3,1 í Öskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)