Forn fiskitengsl Frakka og Íslendinga vaxa og dafna. "Allabaddarí fransí"!

Hlutur evrópsku stórveldanna Englands, Frakklands og Þýskalands hefur verið stór á mismunandi tímum í sögu okkar, talað um þýsku öldina á Norðurlöndum á tímum Hansakaupmanna, síðan ensku öldina þar á eftir, og í kringum aldamótin 1900 voru Frakkar umsvifamiklir og skildu eftir sig miklr minjar.  

Síðuhafi var í gagnfræðaskóla í húsi, sem var upphaflega franskur spítali nálægt Frakkastíg, og las á æskuárum endurminningar Hendriks Ottósonar um "allabaddarí-fransí" og það að rauðhærðir drengir þyrftu að gæta sín á því að Frakkarnir rændu þeim ekki til að hafa í beitu.  

Útgerð þessara þjóða hér á landi og veiðar í íslenskri landhelgi hurfu með Þorskastríðunum og nú er það salla á fiski héðan til Evrópu, sem skapar fiskitengsl milli okkar og þeirra. 

Eins og sést á áhrifamiklum línuritum í viðtengdri mbl.is frétt er magnað hvað Frakkar hafa sótt fram í þessu efni. 


mbl.is Frakkar sækja á Breta sem kaupendur íslensks fisks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver og hvernig verður toppurinn og hvenær verður hann?

Smám saman dregst það æ meir á langinn að svonefndum "toppi" verði náð í kðrónuveikifaraldrinum. 

Sjö mánuðir eru síðan gefið var út að aflétt væri öllum sóttvarnatakmörkunum. Ástæðan var einkum tvíþætt, að smit og veikindi voru í lágmarki og að aflétting gæti gefið árangur á mikilvægasta tíma ársins fyrir ferðaþjónustuna. 

Nýtt og meira smitandi afbrigði veirunnar hratt hins vegar af stað Ómíkrón-bylgju um allan heim sem enn hefur ekki náð hámarki, til dæmis í Bandaríkjunum. 

Þessi sjö mánaða langa framvinda veldur því, að nú eru sóttvarnayfirvöld hér á landi og víðar að endurmeta það, hvenær bylgja af þessu tagi nær raunverulegum toppi þegar á allar hliðar málsins er litið með samanburði með fyrri toppa veikinngar.  


mbl.is Toppnum ekki náð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband