Fyrir um viku var sú skoðun látin í ljós hér á síðunni að hernaðaruppbyggingin í Austur-Evrópu væri til þess gerð að "hnykla vöðvana" í svipaðri stöðubaráttu og stöðuuppbyggingu og er oft í gangi á skákborðum þegar verið er að koma liði sínu fyrir í aðdraganda komandi átaka.
Kannski hefði verið nær að nota orðið störukeppni, líkt og tíðast í bardagaíþróttum þegar menn reyna að stilla sér þannig upp fyrir framan andstæðinginn og pressa á hann með því að þenja brjóstkassann og nota sálfræðilega tilburði við að soga úr honum sjálfstraustið.
Þegar litið er yfir sögu sambúðar Rússlands, áður Sovétríkjanna, við þjóðir Austur-Evrópu frá stríðslokum 1945, er áhugavert að skoðað það hvernig Finnar fóru að því að komast hjá hersetu Rússa og finna þar grundvöll til að byggja á í sambúð þeirra við Rússa og kannski finna aðferð fyrir Evrópuþjóðir við að ná því sem á tímum Willy Brants nefndist "friðsemleg sambúð. (Peaceful coexistence).
Vetrarstríð Finna og Rússa 1939-40 kostaði miklar mannfórnir, og í samningunum í stríðslok tókst þjóðunum að ljúka stríðinu og við tók hálfrar aldar tímabil, sem kennd var við nýyrðið Finnlandiseringu, sem var notað yfir þá aðferð sem Finnar notuðu til þess að stunda sem skást samband við hinn stóra nágranna, sem nauðsynlegt var að friðþægja.
Stefna Finna með Kekkonen í forsvari kostaði oft að Finnar beygðu sig fyrir kröfum Rússa, en þegar litið er á hve miklu vestrænni þeim tókst að vera en leppstjórnirnar í Ausur-Evrópu fengu; og fengu að halda í norrænt samstarf þar sem þrjár norðurlandaþjóðirnar voru í NATO.
Milli Finna og Rússa tókst að mynda ákveðið traust á grundvelli málamiðlana, og eitthvað ætti að vera hægt að læra af framansögðu um það hvernig halda megi friði í Austur-Evrópu og byggja upp traust eins og upphaflega var ætlun Gorbatsjofs og leiðtoga vesturveldanna eftir lok Kalda stríðsins.
![]() |
Mun senda lítinn hóp hermanna til Austur-Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2022 | 13:59
Hvimleið og letileg meðferð með tölur.
Á Íslandi og ótal öðrum löndum er í gildi meðferð á tölum, sem er samræmd og auðskilin.
En hér á landi er samt í gangi hvimleið talnaleti, sem ruglar oft mál fyrir lesendum og hlustendum.
Þannig er sífellt verið að nota þá mælieiningu fyrir milljarð, sem Bandaríkjamenn kalla billjón. Þessi eltingarleikur við ameríska orðanotkun er raunar í samræmi við margt annað af svipuðu tagi, svo sem að taka upp nýja hátíðisdaga í nóvemberlok sem aðeins hafa gildi fyrir ameríkumenn.
Síðan má nefna aðra áráttu í fjðlmiðlun sem felst í því að gleypa hráa mælieininguna hektara og birta óskiljanlega háa tölu í stað þess að nenna því að klippa tvö núll af hektaratölunni og nota ferkílómetra í staðinn.
Sú eining á miklu oftar við og er auðskildari, og má sem dæmi nefna að meginþorri landsmanna áttar sig á því hve stórt nesið Seltjarnarnes milli Skerjafjarðar og Kollafjarðar er, þ. e. sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er vestan við Elliðaár.
Ferkílómetri er flötur, sem er einn kílómetri á hvern veg og höfuðborgarsvæðið vestan Elliðaáa er um 17 ferkílómetrar.
Það flækir hins vegar málið og gerir það þokukenndara að nota í staðinn töluna 1700 hektara
Ísland er um það bil 100 þúsund ferkílómetrar, sem samsvarar fleti, sem er 200 x 500 kílómetrar.
Talan 10 milljón hektarE er hins vegar tala, sem erfiðara er að átta sig á.
![]() |
Brú hrundi rétt fyrir ræðu Biden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)