30.1.2022 | 23:49
Erfitt að gagnrýna Guðmund fyrir mannfæðina.
Alltaf má reyna að gera gott ennþá betra en það hlýtur að vera erfitt fyrir þjálfara að hafa yfir tveimur mismunandi vörnum að ráða þegar átta og upp í ellefu menn hans eru slegnir út af vellinum í farsótt og jafnvel ekki hægt að vita með vissum um það ástand hverju sinni.
En það má segja, að darraðardansinn í baráttunni við veiruna hafi þó skilað því, að opna leiðir fyrir Guðmund fyrir að nýta uppgötvaða breidd í framhaldi EM, því að neyð olli því að kallaðir voru inn fleiri en venja er til að standa vaktina, og þar með hefur geta og breidd landsliðshópsins komið betur í ljós en ella.
![]() |
Eina sem hægt er að gagnrýna Guðmund fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.1.2022 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rðkstuðningurinn fyrir valinu á úrvalsliði EM er að mörgu leyti góður, en þó virðist mönnum hafa yfirsést hið gríðarlega almenna framlag Ómars Inga Magnússonar til allra sviða leiks íslenska liðsins í vörn og sókn.
Hinn ungi aldur Viktors Gísla Hallgrímssonar setur val hans sem besta markmanns mótsins í sérstakan ljóma.
![]() |
Ómar markakóngur EM Lykilmaður Dana úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)