6.1.2022 | 23:49
Þekking á andstæðingnum er alltaf mikilvæg.
Í lífi núlifandi fólks hefur ekki áður geysað eins útbreidd farsótt og núna. Þetta þýðir, að minna er vitað um eðli og hegðun veirunnar í heild en æskilegt væri.
Skortur á reynslu og þekkingu á svona nýtilkomnu fyrirbrigði getur valdið því að erfitt sé að grípa til sem bestra varna.
Eina leiðin til þess að læra af nýrri reynslu er að afla sem mestra upplýsinga um viðfangsefnið.
Slíkt gildir á mörgum sviðum þar sem átök eða keppni er í gangi.
![]() |
Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 16:14
Stefnan á valdarán var tekin löngu fyrir árásina á þinghúsið.
Ef farið er í gegnum ummæli, stöðumat og viðbrögð forsetaframbjóðendanna tveggja fyrir kosningarnar 2020 sést, að grunnurinn að árásinni á þinghúsinu var strax lagður mörgum vikum fyrr.
Þa strax byrjaði Trump að ýja að því að valdarán gæti orðið nauðsynlegt og hafði raunar sagt svipað fjórum árum fyrr í baráttunni við Hillary Clinton, að úrslit þeirra kosninga gæti kallað fram aðgerðir til að snúa þeim við.
Í það skiptið vann hann sigur hvort eð var og það þurfti ekki að koma til þessa.
Söngur Trumps um væntanlegan "stuld aldarinnar" og mesta glæp allra tíma" hófst strax í sjónvarpskappræðunum og Trump var spurður hvort hann ætlaði að hafa sama háttinn á og 2016.
Fyrst færðist hann undan þvi að svara, en þegar gengið var eftir svari, horfði beint framan í sjónvarpsvélarnar í augu hörðustu aðdáenda sinna, baráttumanna fyrir sem mestri byssueign, minnti þá enn einu sinni á stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til að eiga og nota byssur, og sagði við þá: "verið tilbúnir og bíðið átekta."
Fyrirfram varð fljótt ljóst, að vegna covid og deilna um farsóttina myndu fylgjendur Bidens frekar en fylgjendur Trumps nýta sér réttinn til að greiða atkvæði utan kjörstaða, og sú varð raunin.
Atkvæðin á kjörstað komu fyrst inn í talningunni, en atkvæði utankjörstaðar síðar. Fyrirsjáanlegt var því það, sem virtist koma fylgimönnum Trump á óvart, en hefði ekki átt að gera það.
Þeir túlkuðu hins vegar þennan mun sem enn eina sönnun þess að rangt hefði verið haft við.
Á einum tímapunkti hvatti Trump sína fylgjendur til þess að kjósa eins oft og þeir gætu.
Ef þeir hefðu almennt gert það, hefði póstþjónustan sprungið, en Trump hafði einmitt dregið úr stuðningi við hana.
Hvað eftir annað mátti litlu muna að illa færi 6. janúar 2021, það er lítill vafi á því.
![]() |
Bandaríkin á brún hyldýpis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2022 | 09:31
Alveg sama hverju er spáð; endalaus útköll.
Svo samfelldur var fréttaflutningur af komandi óveðri í gær, að sú hugsan gat læðst að hvort það væri ekki gert allt of mikið út af sjálfsögðum hlutum á einum vindasamasta stað heims á þessum árstíma.
Daginn eftir blasir hins vegar við að útkoöllin komust upp í meira en hundrað samtals þennan sólarhring sem veðrið stóð og að eitt af því sem fauk, var partítjald!
"Ýmislegt fauk frá vinnusvæðum" manna, sem hafa atvinnu af því að vinna utan dyra.
Aðeins eru örfáir dagar síðan björgunarsveitir þurftu að sinna útköllum upp á fjallvegi, sem margítrekað hafði verið tilkynnt um á alla mögulega vegu að væru kolófærir.
Sagan endalausa er í fullu gildi.
![]() |
Vinnupallar hrundu og klæðningar losnuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)