13.10.2022 | 08:46
Minnir á hrakfarir þýsku ofurskriðdrekanna fyrir 80 árum.
Á næsta ári verða rétt 80 ár síðan aðgerðin Citadel var nánast eina von Þjóðverja til þess að snúa stríðsgæfunni við í Seinni heimsstyrjöldinni.
Á víglínunni sem hringaði sig hálfhring í kringum Kursk sýndust vera möguleikar til svipaðrar umkringingar Rauða hersins og voru í Úkraínu síðsumars 1941, en sú umkringing og uppgjöf var hin stærsta í hernaðarsögunni fram að því.
Í Þýskalandi var hafin framleiðsla ofur skriðdrekans Tiger, sem átti að vera slíkt yfirburðatæki að afli, brynvörn og búnaði, að einn dreki gæti ráiðið við tíu rússneska T-34 skriðdreka.
Hitler gerði mikið úr því í innsta hring hve mikli tímamótaorrusta Citadel gæti orðið.
En strax í undirbúningnum fór margt úrskeiðis. Tiger drekarnir voru afar flóknir í framleiðslu og ýmmsar aðrar tafir kostuðu glataðar vikur.
Rússar náðu svo góðum upplýsingum um orrustuna að þeir gátu snúið gangi hennar í þá átt að verða að stórsigri sínum.
Þegar á hólminn kom varð Kursk orrustan stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar og misheppnaðist gersamlega fyrir Hitler, flýtti fyrir ósigri hans ef eitthvað var.
Viðhald og eyðsla Tiger drekanna gerði þá að kyrrstæðum skotmörkum í hundraða tali.
Einn bilaður Tiger var verri en enginn.
Alls tókst Þjóðverjum aðeins að framleiða nokkur þúsund stykki á sama tíma og Rússar framleiddu T-34 í meira en 80 þúsund eintökum.
Rétt eins og að Þjóðverjar urðu að nota Phanter skriðdreka og Messerschmitt Bf 109 sem meginvopn allt stríðið varð rússneski T-34 dreki Rússa eitt af skæðustu vopnum Bandamanna ásamt jeppanum, DC-3, Katusha eldflaugunum rússnesku og kjarnorkusprengjunni.
Stærsti ókostur Tiger skriðdreka Þjóðverja var einfaldlega hvað hann var flókin smíð og vandmeðfarin.
Þyrlur og drónar setja mjög svip sinn á Úkraínustríðið, en langstærsti galli þeirra er eðlisfræðileg takmörkun á flughraða, þótt kyrrstöðufluggeta sé stærsti kosturinn.
Þyrlur eru margfalt dýrari og flóknari í rekstri en fastvængja flugvélar, og þess vegna er missir þeirra nokkuð, sem hringir vissum Tiger-bjöllum. .
![]() |
Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)