21.11.2022 | 22:16
Varnarleysi gangandi og hjólandi er hættulegast.
Augljósasti aðstöðumunur gangandi og hjólandi miðað við akandi vegfarendur er sá, að hinir fyrrnefndu alveg eða að mestu óvarðir ef þeir falla eða lenda í árekstri, en í bílum er fólk varið af bílnum sjálfum eða öryggistækjum hans, svo sem beltum og belgjum.
Svipað er að segja um ölvun. Tíðni banaslysa er næstum tvöfalt meiri á vélhjólum en á bílum af þeirri einu ástæðu, að ölvun veldur helmingi banaslysa á hjólunum, en miklu færri banaslysum á bílum.
Ölvaður maður, sem sest upp í bíl og ekur beint á staur, en tvöfalt skár settur en ef hann væri á vélhjóli.
Síðuhafi verður oft að útskýra það, af hverju hann hann sé með lokaðan og sterka hlífðarhjálm, í sérstökum vélhjólaklossum og hnjáhlífum og með hnúavarða henska.
Svarið er einfalt: Ef lent er í árekstri á hjóli í umferðinni, getur það alveg eins verið árekstur við flutningabíl eins og við annað reiðhjól.
Aðeins þrjár vikur eru síðan síðuhafi skrikaði á rólegum gönguhraða á sérlega lúmskum smá hálkubletti í myrkri á léttu rafvespuhjóli og féll snöggt og harkalega til jarðar á aðra hliðina svo að öxl og þó einkum höfuð fengu þungt högg.
Betur fór en á horfðist, öflugur hlífðarhjálmur tók á sig höfuðhöggið, og hnjáhlífarnar högg á hnén, bein brotnuðu ekki, en eymsli voru í viku á öxl vinstra megin.
Hjólið skemmdist ekkert.
Líklegast hefði ég getað allt eins verið þarna gangandi á sama stað og fallið harkalega á hálkublettinum. Hafa margir brotnað illa í slíkum byltum.
Mínútunum, sem hafði verið varið í það í upphafi ferðar, að setja þessi öryggistæki á sig, hafði verið vel varið.
Á rafskútum eru engin farangurshólf og manni virðist að minnihluti þeirra, sem notar rafskútur séu með engar varnir. Á reiðhjólum eru þó framhjól, sem geta tekið á sig hnjask.
Það væri strax til bóta ef eitthvað yrði gert til að auka notkun hjálma á rafskútunum, þótt ekki væri nema létta og meðfærilegra hjálma.
![]() |
Var á sinni eigin rafskútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2022 | 07:10
"Lattelepjandi afætur í 101 Reykjavík..."?
Í einum af þáttum Egils Helgasonar um skipulag og byggingar í nokkrum kaupstöðum á Íslandi er þess getið hvernig sumir heimamana gáfu fordóma sína um rithöfunda á borð við Þorberg og Laxness til kynna í því að orða tilvist þeirra á þessum stððum sem hátt slæpingja og ónytjunga.
Orðaskipti eins og: "Skrifa þú bækur?" "Já." "En við hvað vinnurðu?" heyrast enn í dag og í spjallþáttum í útvarpi má enn heyra þeim lýst sem "lattelepjandi afætum og ónytjungar í 101 Reykjavík."
Myndin í viðtengdri frétt á mbl.is af þremur íslenskum glæpasagnahöfundum og fyrirsögnin segja mikið.
Gaman væri ef einhver góður hagfræðingur reiknaði út það framlag, sem þessi bókmenntagrein 21. aldarinar á Íslandi gæfi af sér í beinhörðum gjaldeyri.
![]() |
Hafa selt 27 milljónir bóka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)