3.11.2022 | 15:37
Biðlistar mesta bölið og vandræðin, jafnvel eftir dauðann?
Já, svo virðist vera. Það var ekki út í bláinn sem Kári Stefánsson nefndi gáttaflökt í umræðunum um fjölmennustu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, 80 þúsund, hér um árið, með kröfu um umbætur í heilbrigðismálum.
Kári hefði getað nefnt miklu fleiri atriði biðlistatafa, sem geta valdið ótímabærum dauða, svo sem ýmsar tegundir krabbameina og bætt við þjáningum þeirra, sem á þessum biðlistum lenda.
Honum brást ímyndunarafl til að sjá það fyrir að eftir nokkur ár gætu Reykvíkingar, sem önduðust, lent á biðlista eftir legurými í kirkjugarði í borg sinni, en sá möguleiki hefur verið orðaður.
![]() |
Var settur á biðlista til vors |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)