"Mariopol líkist Hiroshima eða Aleppo, 90 prósent bygginga rústir einar."

Hugsanlega nota Rússar nú vopn keypt af NATO þjóðum við eyðingu Mariopol. 

Og kann að vera stutt í það að NATO þjóðir leggi Úkraínu til orrustuþotur sem smíðar voru í Sovétríkjunum. 

Á RÚV eftir hádegi í dag ver Mariopol umræðuefnið.   

"Maropol hefur alltaf verið eitur í beinum Pútíns" sagði Úkraínumaður, sem upprunninn er þaðan en hefur búið undanfarin ár á Íslandi. "Pútín hefur alla tíð séð ofsjonum yfir því að hún framleiddi 10 prósent af iðnaðarframleiðsl Úkraínu og var þar að auki á svæði milli Krímskaga og Donbass, sem Rússar ásælast." 

Rætt var við þennan mann í athyglisverðu og mjðg áhrifamiklu viðtali í útvarpsþættinum Heimskviðum á Rás eitt að loknum hádegisfréttatímanum.

Hann sagði að níutíu prósent bygginganna í borginni væru ónýtar og að borgin væri Híróshima eða Aleppo Úkraínu hvað byggingar snerti og lýsti áhrifaríku einnar mínútu símtali systur sinnar í Mariopol við við móður og systur sína, þar sem mæðgurnar voru staddar staddar hjá páfanum. 

Rússneskur hermaður leyfði þetta örstutta símtal. 

Það er sagt að allir tapi á stíði en Sergei sagði að þegar fjær drægi gætu bæði Úkraínumenn or Rússar unnið sigur eftir að Rússar væru lausir við Pútín.  


mbl.is Rússar fengu vopn frá tíu ríkjum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband