Flott auglýsing í keppni við villtustu James Bond myndirnar.

Kynning Land Rover á nýjasta 510 hestafla Range Rover Sport var flott kvikmynda- og auglýsingagerð að öllu leyti, allt frá brjálæðislegum brellum til afar skemmtilegrar frammistöðu þeirra sem komu fram. 

En þeim sem hafa farið um svæðið við Kárahnjúka, þar sem sýingarbíllinn var látinn sýna hvers hann var megnugur, varð ljóst frá fyrstu mínútum til hinna síðustu hve fjarstæðukennd flest atriðin voru. 

Þegar Range Roverinn var látinn klifra upp stórgrýtið í norðurhlið Kárahnjúkastíflu á næfurþunnum "low profile" dekkjunum og rúlla botni Hafrahvammagljúfurs upp á ofsahraða fer samt ákveðinn aulahrollur um hvern þann, sem vill sjá örla eitthvað á sennilegum kúnstum. 


mbl.is Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarflugvélin sem aldrei komst í íslenska flugflotann.

Fyrir um 40 árum sýndu slysatölur, að í höndum álíka reyndra flugmanna voru banaslys hlutfallslega færri á eins hreyfils flugvélum en tveggja hreyfla. 

Fram að því höfðu menn vitað að slysatíðnin væri hærri á eins hreyfils flugvélunum, en aðalástæðan fyrir því var að óreyndari flugmenn flugu þeim. 

Nokkrar ástæður voru nefndar fyrir hinni óvæntu niðurstöðu sem þessi pistill byrjar á:

1. Hreyfill stððvast á eins hreyfils vél er ákvörðunin um framhaldið einföld; að stjórna vélinni til lendingar á skásta lendingarstað. 

2. Eins hreyfils flugvélar mega ekki vera með hærri ofrishraða en 69 mílur og nær allar tveggja hreyfla flugvélar hafa mun hærri hraða, sem þýðir, að þær geta ekki lent á eins litlum hraða. 

3. Það er miklu flóknara og erfiðara að stjórna tveggja hreyfla vél, sem vantar afl á annan hreyfilinn, mun fleira sem gera þarf og gera það það í réttri röð.  

4. Á tveggja hreyfla vél hættir mönnum frekar til þess að fljúga í erfiðum eða hæpnum veðurskilyrðum. 

5. Á tveggja hreyfla vél freistast menn frekar til þess að reyna að komast sem lengst, og missa þá oft af tækifærum til skaplegri lendingar en þeir standa síðar frammi fyrir. 

 

Lengi vel voru litlar tveggja hreyfla vélar með bulluhreyfla notaðar í atvinnuflugi á styttri vegalengdum með tiltölulega fáa farþega og lítla fragt og voru. 

Þegar skrúfuþotuhreyflar komu til sögunnar reyndust þeir margfalt öruggari og gangvissari, og þá datt flugvélaframleiðandanum Cessna í hug að láta hanna heppilega flugvél með einum slíkum hreyfli í stað tveggja. 

Þessi flugvél, Cessna Caravan, gat borið allt að 14 ferþega, var með fastan hjólabúnað og nægilega góða hægflugseiginleika til þess að auka hæfni til lendinga á stuttum og grófum brautum.  

Hún sló í gegn um allan heim og í atvinnuflugvinu var slysatíðnin minni en á tveggja hreyfla bulluhreyflavélum. 

Viðtengd frétt um það hvernig farþegi gat lent svona vél þegar flugmaðurinn missti meðvitund er sláandi.  

Í flestum löndum var leyfilegt að fljúga blindflug með farþega í áætlunarflugi og atvinnflugi. 

Margt benti til þess að Cessna Caravan ætti erindi á Íslandi, en hér fékkst ekki viðurkenning á því að hún fengi viðurkenningu í farþegaflugi í atvinnuskyni. 

Þess vegna komst þessi snilldar flugvél aldrei í íslenska flugflotann. 

 

,


mbl.is Farþegi lenti flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband