Stórfróðlegar vísindarannsóknir, sem kunna að valda breytingum á nýtingu.

Þegar litið er á það hve stór hluti af íslenskri byggð og atvinnustarfsemi er á Reykjanesskaga er það ekki bara fróðlegt, heldur getur það beinlínis haft áhrif á skipulag og framkvæmdir á þessum mikilvægasta hluta landsins, eins og nú standa sakir. 

Í byggðakosningunum núna er til dæmis mikið rætt um Hvassahraunsflugvöll, sem sumir hafa gert að einskonar trúaratriði hvað varðar það að hann skuli gerður. 

Það segir sitt að nafn flugvallarstæðisins er með orðmyndinni "hraun" og að næsta nágrenni hans eru bæði eldstöðvar og hraun, sem létu til sín taka fyrri eldgosahrinum á skaganum, eins og tiltölulega nýrunnin hraun eru í næsta nágrenni hans. 

Eina flugvallarstæðið, þar sem er enginn hætta á slíku, er núverandi Reykjavíkurflugvöllur, og Keflavíkurflugvöllur er aðeins um tíu kílómegra frá nýrunnu hrauni úr meira en tíu kílómetra gígaröð, Eldvörpum. 


mbl.is Gas olli líklega landrisinu 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Strákurinn frá Búastöðum er enginn lopi." "Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."

Morg dæmi eru um það í keppni, að jafnvel þótt horfur virðist ekki góðar, geta jákvæð hugsun og baráttuvilji oft komið sér vel.

Dæmi. 

Á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Brussel fóru úrslitakeppnin í stangarstökki og langstökki fram á sama tíma. Torfi Bryngeirsson hafði komist upp úr undankeppninni í báðum greinunum, en varð að velja á milli þeirra í úrslitakeppninni. 

Fyrir keppnina var Torfi í 2. sæti á Evrópulistanum í stangarstökki en ekki einu sinni í tíu efstu sætunum í langstökkinu og því skildi enginn að hann skyldi velja langstökkið fram yfir stangarstökkið.

"Nú er ég búinn að skoða hina í undankeppninni", sagði Torfi, "og Ragnar Lundberg er í stuði í stönginni, en þeir, sem komust áfram í langstökkinu eru bara kettlingar" 

Í langstökkskeppninni voru aðstæður slæmar vegna misvindis og "kettlingarnir" hrundu niður vegna taugaóstyrks og voru langt frá sínu besta.  

Torfi, sem var frá Vestmannaeeyjum, hafði enga reynslu af stórmótum á meginlandi Evrópu, var hins vegar alveg óttalaus, barði sér á brjóst og hrópaði á íslensku "strákurinn frá Búastöðum er sko enginn lopi!"

Hann náði besta árangrinum á ferli sínum og varð Evrópumeistari. 

Blaðamenn undruðust taugastyrk hins óreynda keppanda og árangurs hans og spurðu hann, hverju þetta sætti. 

"Það er af því að ég er aldrei nervös", svaraði Torfi.

"Og hvernig stendur á því?" spurðu blaðamennirnir. 

"Af því að það er verra," svaraði Torfi. 

Kjörorð Jóns R. Ragnarssonar á ferli hans í rallakstri voru "rallið er ekki búið fyrr en það er búið."

Þetta sagði hann meira að segja eitt sinn, þegar bíllinn hafði oltið og stórskemmst, hann var sjálfur moldugur og hart leikinn, og engum flaug í hug að samt yrði haldið áfram.  

En það var gert og þessi mikli baráttuvilji skilaði honum oft langt. 

 

 

 


mbl.is Segir Ísland vera „svarta hestinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband