Fyrirbærið "að kjósa með fótunum." Þarf ekki nýja nálgun?

Á árunum 1945 til 1961 var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands, af því að í hinni tvískiptu Berlín var járntjaldið svonefnda ekki fyllilega mannhelt. 

Þessu fylgdi mikill atgerfisflótti fólksins austan við tjaldið í gegnum tjaldið í vesturátt, sem var á skjön við atriði eins og ágætt velferðarkerfi og frábært íþróttafólk Austur-Þýskalands.  

Það var sagt vestan megin, að enda þótt á pappirnum ætti að vera sæluríki kommúnismans í austurhluta landsins, "kysi fólkið með fótunum," þ.e. flýði á þann hátt, að Vestur-Þýskaland hefði betur í keppninni um hylli þýsku þjóðarinnar. 

Sú keppni var brotin á bak aftur frá 1961 til 1989 með gerð Berlínarmúrsins illræmda. 

Það getur líklega verið ágætis hjálpargagn í staðarvali fólks að bjóða upp á "gagnvirka reiknivél" eins og þá sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is, en á endanum gildir lögmálið um það að "fólkið kjósi með fótunum", í íslenska tilfellinu "með hjólunum", þ.e. hjólum samgöngutækjanna. 

Undanfarinn áratug hefur verið dæmalaus mannfjölgun í Árborg og öðrum nágrannabyggðum og úthverfum Reykjavíkur, sem eru á atvinnusvæðinu, sem kallað hefur verið höfuðborgarsvæðið.

Það bendir til þess, að rannsaka þarf og skilgreina upp á nýtt þá nálgun, sem nota þarf í byggðamálum á suðvesturhorni landsins.  


mbl.is Hvar er best að búa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband