15.6.2022 | 11:07
Hvað gerði stjórnlagadómstóll Þýskalands?
ÚRSKURÐUR Hæstaréttar Íslands vegna stjórnlagaþingkosninganna 2010 var einsdæmi í Evrópu. Þeir sem studdu þennan dóm sögðu þetta vera merki um það, hve alvarlegir hnökrar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.
Miklu sennilegra er þó, að sagan og frekari rannsóknir muni álykta á hinn veginn, að þetta endemi sýni alvarlegan galla á dómnum. Enda var í engu sýnt fram á það í úrskurðinum, að hnökrarnir í framkvæmdinni hefðu breytt úrslitum kosninganna.
Þegar dómurinn var kveðinn upp benti Þorkell Helgason á, að stjórnlagadómstóll Þýskalands hefði brugðist mildar við stærri ágöllum við kosningar þar í landi, og ekki ógilt niðurstöður þeirra, heldur mælt fyrir um að agallarnir í framkvæmdinni skyldu lagfærðir í framtíðinni.
Niðurstaðan vegna hnökranna í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2021 var á endanum sú að endurtaka kosningarnar ekki, alveg hliðstætt því, sem úrskurðað var í Þýskalandi.
Þegar Alþingi tók af skarið með þetta nú var skondið að sjá, að margir þeirra sem stóðu að þessari lausn höfðu samt verið svo innilega sammála ógildingarúrskurðinum um stjórnlagaþingkosningarnar 2010!
![]() |
Mál á hendur Inga fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)