10.7.2022 | 13:36
Skemmtilegur keppinautur við íshótelið í Jukkasjarvi í Lapplandi.
Tilvist heimsþekkts íshótels í Jukkasjarvi í Lapplandi byggist á því að þar er viðvarandi mikið og samfellt frost á veturna og umhleypingar miklu minni en á vesturströnd Skandinavíuskagans.
Hótelið er réttnefnt hótel, með anddyri, göngum og herbergjum og var greint frá því í frétt í íslenska sjónvarpinu í febrúar 2005. &000 fermetrar og endurbyggt á hverjum vetri.
Á þeim tima voru menn að dunda við svipað hjá bænum Kemi við botn Kirjálabotns, en ekki hefur farið frekari sögum af því.
Fjallsárlón hefur lengi staðið í skugganum af Jökulsárlóni þótt aðeins fáir kílómetrar séu á milli þeirra, enda kom Fjallsárlón miklu seinna til og er því miklu minna en hitt lónið.
En fjöldi og útbreiðsla stórra ísjaka er misjöfn á lónunum, og því geta komið tímabil, þar sem Fjallsárlón getur veitt stóru systur sinni samkeppni.
Gisting á Fjallsárlóni er spennandi, skemmtileg og sennilega raunhæf hugmynd, og fróðlegt og gaman verður og gaman að fylgjast með hvort hún geti skapað þau heilsársstörf, sem stefnt er að.
![]() |
Er þetta svalasta gisting landsins? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2022 | 08:19
Íslensk sókn í boltaíþróttum.
Landslið u20 er mikilvægt lykilorð í íslenskum boltaíþróttum.
Það ræðst eingöngu af getu þessara ungu liða hvort við getum staðið erlendum þjóðum á sporði í þessum vinsælu íþróttagreinum eftir fimm til tíu ár.
Bakgrunnurinn að getu hinna ungu landsliða er hins vegar uppelfidsstarfið, sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar.
Í öllu þessu speglast lögmál lífsins um sífellda endurnyjún, sem aldrei má rofna.
Svo einfalt er það.
![]() |
Ísland vann fyrsta leik sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)