18.7.2022 | 21:23
Hetjuleg frammistaða og gott sjónvarpsefni.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að það hafi verið spennulaust í leikjum íslenska kvennalandsliðsins á EM, því að nóg var af góðum færum og dramtískum tilþrifum í þeim þremur leikjum, sem liðið lék.
Ótal atriði gátu talist úrslitaatriði, svo sem þetta eina mark, sem Belgía skoraði á móti Ítalíu í kvöld þrátt fyrir að Ítalirnir teldust vera bæði með betri færi og leik.
Andinn í liðinu okkar og baráttuviljinn voru til fyrirmyndar og baráttan hetjuleg allt til enda.
Síðasta sekúndan, heimsklassa vítaspyrna, var ekki amalegur endir á frammistöðu liðsins.
Þetta ku vera í fyrsta sinn á EM sem taplaust lið sem aðeins fékk á sig þrjú mörk kemst ekki upp úr riðlakeppninni, og stelpurnar fá þakkir hér á síðunni og geta borið höfuðið hátt.
![]() |
Ísland taplaust á heimleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ofangreind tilvitnun er tekin úr þriggja daga gömlum bloggpistli eins þeirra efasemdarmanna, sem hafa síðan á dögum Parísarráðstefnunnar 2015 og tikomu fullyrðinga Donalds Trumps um falsfréttir 2016 haldið upp harðri gagnrýni á allan fréttaflutning um veðurfar og loftslagsmál.
Þátttakendur í Parísarráðstefnunni hafa verið kallaðir "40 þúsund fífl í París" og RUV sakað um að stjórna samsæri fjölmiðla um tilbúning og dreifingu "falsfrétta" um hitamet, sem séu í raun bara ósköp eðlilegir sumarhitar og ekki methitar á nokkra lund.
Nú eru sem sagt liðnir þrír dagar síðan pistillinn um falsfréttirnar var skrifaður og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvernig endanlegt uppgjör kuldatrúarmanna við hitabylgjufréttirnar verður.
![]() |
Myndir: Íslendingar að bráðna í Rotherham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2022 | 08:10
Hvað líður Árósarsamningnum?
Á síðasta áratug 20. aldarinnar, þegar aðildarríkjum að ESB fjölgaði, var svonefndur Árósarsamningur um aðild náttúruverndar- og umhverfissamtak að framkvæmdum með umdeilanlegum umhverfisáhrifum lögtekinn í hinum nýju ríkjum, sem mörg hver voru í Austur-Evrópu.
Hér á landi voru lappirnar hins vegar dregnar svo mjög, að samningurinn hafði enn ekki verið fullgiltur hér þegar Gálgahraunsdeilan stóð árið 2013.
Í meðförum samningsins á Alþingi sáu "lagatæknar" andstæðinga samningsins um að útvatna hann sem mest, svo að hann yrði helst aldrei að gagni í þeim tilgangi, sem liggur á bak við hann.
Nú, meira en tveimur áratugum eftir að samningurinn fékk brautargengi í mörgum löndum, virðist krafan um svonefnda "lögaðild" ennþá á einhverju undarlegu róli.
Fróðlegt væri að vita hver staða hans raunverulega er á því herrans ári 2022.
![]() |
Svolítið eins og að berjast við vindmyllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)